Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 42

Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 42
38 Pétur Jónsson á Gautlöndum. Andvari Pétur fann það, sem síðari kynslóðir ef til vill ekki geta skilið. Þegar smalahóið hætti að bergmála í hlíð- um dalanna, þá hljóðnaði einn strengur í íslenzkri þjóð- arhörpu. Pétur ]ónsson var sveitanna óðalsmögur, eins þá, er hann stóð með hvítnað hár að kveldi verkadags, og á sínum æskuárum. Og þó var það ekki samkvæmt hugsjón hans og stefnu, hvorki sem stjórnmálamanns né bónda, að bænda- stéttin, eða nokkur ein stétt í okkar landi, gerðist stjórn- málaflokkur út af fyrir sig. Hver flokkaskipting, sem kennd yrði við eiginhagshvöt þátttakanda, var honum fjarri skapi. Honum var kunnugt, að allir góðir menn í landinu höfðu unnað bændastéttinni, metið hana mikils, treysthenni vel, ætlað henni veglegt hlutskipti og stuðning alþjóðar. Hann óttaðist, að þeim sjálfboðaliðum mundi fækka, þegar bændur hefði gengið saman í hóp, og bundizt flokksaga um það að vera sjálfum 6ér góðir og ekki öðrum. — Pétri gleymdist aldrei, hvernig hríslukerfin heima á heiðinni urðu hvert eftir annað rótarslitin, þegar rofið var hið náttúrlega samband þeirra milli. Honum hafði skilizt til fullnustu, að okkar smáa, fá- brotna þjóðfélag er að náttúrlegum hætti — og ætti að fá að vera — eitt samvinnufélag. — Og er það ekki náttúrlegt, að góður maður og vitur horfi hærra en á stéttapólitík? Ásamt Magnúsi Guðmundssyni tók Pétur Jónsson sæti í ráðuneyti Jóns Magnússonar 25. febr. 1920. — Féll þá niður umboð Pétur yfir þjóðjörðum í Þingeyjarsýslu, er hann hafði haft frá aldamótum. En formennsku sambands íslenzkra samvinnufélaga hélt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.