Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 42
38
Pétur Jónsson á Gautlöndum.
Andvari
Pétur fann það, sem síðari kynslóðir ef til vill ekki
geta skilið. Þegar smalahóið hætti að bergmála í hlíð-
um dalanna, þá hljóðnaði einn strengur í íslenzkri þjóð-
arhörpu.
Pétur ]ónsson var sveitanna óðalsmögur, eins þá, er
hann stóð með hvítnað hár að kveldi verkadags, og á
sínum æskuárum.
Og þó var það ekki samkvæmt hugsjón hans og
stefnu, hvorki sem stjórnmálamanns né bónda, að bænda-
stéttin, eða nokkur ein stétt í okkar landi, gerðist stjórn-
málaflokkur út af fyrir sig. Hver flokkaskipting, sem
kennd yrði við eiginhagshvöt þátttakanda, var honum
fjarri skapi.
Honum var kunnugt, að allir góðir menn í landinu
höfðu unnað bændastéttinni, metið hana mikils, treysthenni
vel, ætlað henni veglegt hlutskipti og stuðning alþjóðar.
Hann óttaðist, að þeim sjálfboðaliðum mundi fækka,
þegar bændur hefði gengið saman í hóp, og bundizt
flokksaga um það að vera sjálfum 6ér góðir og ekki
öðrum. — Pétri gleymdist aldrei, hvernig hríslukerfin
heima á heiðinni urðu hvert eftir annað rótarslitin, þegar
rofið var hið náttúrlega samband þeirra milli.
Honum hafði skilizt til fullnustu, að okkar smáa, fá-
brotna þjóðfélag er að náttúrlegum hætti — og ætti
að fá að vera — eitt samvinnufélag. —
Og er það ekki náttúrlegt, að góður maður og vitur
horfi hærra en á stéttapólitík?
Ásamt Magnúsi Guðmundssyni tók Pétur Jónsson sæti
í ráðuneyti Jóns Magnússonar 25. febr. 1920.
— Féll þá niður umboð Pétur yfir þjóðjörðum í
Þingeyjarsýslu, er hann hafði haft frá aldamótum. En
formennsku sambands íslenzkra samvinnufélaga hélt