Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 17
flndvari
Pétur Jónsson á Gautlöndum.
13
Pátur hörfaði aldrei undan vanda né erfiði. Hann
baðst ekki undan nokkru starfi, er hann hafði bundizt.
Nú bætti hann því við að annast börn sín í móður
stað um allt, er hann megnaði. —
Pétur hélt við heimili sínu í líku horfi, eftir því sem
unnt var.
Hann fekk forstöðukonu fyrir bú sitt hin næstu ár.
Síðan gerðu þeir með sér félagsbú á Gautlöndum,
Pétur og ]ón bróðir hans. En kona ]óns, Sigurveig
Sigurðardóttir frá Ærlækjarseli, stóð fyrir búi og ann-
aðist hið sameiginlega heimilishald þeirra. — Var Pétri
þetta mikill stuðningur, meðan börn hans voru enn á
ungum aldri. Hélzt þetta nokkur ár, til þess er þau
hjón, ]ón og kona hans, fluttust aftur að Ærlækjarseli.
Var þá ekki langt að bíða þess, að dætur Péturs
kæmust á þann aldur, að geta veitt heimili forstöðu. —
Búið hélzt allt af nokkuð stórt, og heimilið mann-
margt. Hafði það alla tíð haldið risnu sinni.
Með uppkomnum börnum Péturs efldist heimili hans
af nýju. Atti hann þá, þar heima hjá sér, hið ánægju-
legasta athvarf, til hvíldar og stundardvala, eftir að meg-
instörf hans kölluðu hann að jafnaði brott frá heimili
sínu og bústað. —
Eitt af börnum Péturs dó á æskualdri. Stúlkubarn
Þuríður að nafni.
Fimm eru á lífi:
Solveig, gift Pétri ]ónssyni, Péturssonar frá Reykja-
hlíð. Þau búa á Gautlöndum.
Kristjana, forstöðukona kvennaskólans á Blönduósi.1)
Hólmfríður, gift Sigurði ]ónssyni bónda á Arnarvatni.
Þorleif, gift ]óni Norland, héraðslækni í Noregi.
1) Nú flutt þaðan og stendur fyrir húsmæðradeild Laugaskóla.