Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 43
Andvari
Pétur Jónsson á Gautlöndum.
39
hann samhliða ráðherrastöðu þau tæp tvö ár, sem hann
átti nú ólifað. — Þessi stjórn var ekki mynduð af sér-
stökum þingflokki eða flokkum. Vali ráðherra réð því
frekara almennt traust á starfshæfileikum þeirra, þekk-
ingu og óhlutdrægni. —
En sú stjórn átti þá fyrir sér það ár, þegar óheilla-
fylgjur ófriðarins mikla komu fram í sinni réttu mynd,
svo mjög sem þær náðu sér niðri í okkar landi, þessara
útkjálkabúa í viðskiptaheiminum. — Á þessum tveimur
árum eru augu alþjóðar að opnast fyrir því, að við stönd-
um skuldum vafðir, einstakir menn og þjóðin í heild.
Þetta varð hið þyngsta áhyggjuefni hverjum alvöru-
manni í landinu. — Ekki gat sá þungi þyngri orðið
öðrum en þeim, ssm nú höfðu yfirumsjón og báru
stærsta ábyrgð á fjárhags- og atvinnumálum þjóðfélagsins.
Pétur Jónsson tekur við yfirstjórn atvinnumála, þegar
komin er vörn í staðinn fyrir sókn í flestum greinum
atvinnulífs. Heilbrigðri framsókn ýmist lokuð leið eða
skorinn þröngur stakkur. Hvervetna þarf að gæta fyllstu
varúðar, og á mörgum stöðum þarf beinlínis bjarg-
ráða við.
Þetta var Pétri ljóst. Það kemur fram í ummælum hans
á þingi. Og það markaði honum aðstöðu í stjórnarstarfi.
Með ráðherrunum var góð samvinna. Enda féllu
dómar andstæðinga um stjórnina mestmegnis á hana
sameiginlega.
Um Pétur var það kunnugt, að hann lagði þar sem
annarsstaðar fram áhuga sinn og vandvirkni, bæði í
daglegum störfum og að undirbúningi þingmála.
Og þegar hans missti við, þá kom það jafnt fram hjá
þeim, sem ekki voru fylgismenn, og öðrum, að þar væri
á bak að sjá þeim stjórnmálamanni, sem borið hefði
hreinan skjöld til æviloka.