Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 40
36
Pétur Jónsson á Gautlöndum.
Andvari
Hér verður að eins vikið að fyrri þættinum, þeim sem
vekja átti bændunum hug og dug og heilbrigðan metn-
að. Höf. kemst svo að orði: »Það er landbúnaðinum að
þakka, að land vort má heita land og þjóð vor þjóð;
því að væri hann ekki, eða hefði ekki verið, þá væri
landið einungis sker, þar sem útlendir fiskimenn hefðu
uppsátur og gengju að álfrekum*.
»Þessu má ekki gleyma«, segir hann.
Hann minnist á framför í sjósókn og útgerð, sem þá
var komin í ljós. En eigi að síður hyggur hann, að þá
»enn um langan tíma«, muni það verða á bændastétt
þessa lands, »sem þjóðmenning vor og þjóðvirðing
byggist aðallega«.
Og hann er að brýna fyrir bændunum, öllum í heild
og hverjum fyrir sitt leyti, að nú liggi sæmd þeirra við,
að »þekkja sitt hlutverk* og reynast því trúr. —
Pétur skipti ekki um þessa skoðun. Honum þótti
mikils um vert alla framför og blómgun í sjávarútvegi.
Hann veitti athygli og fulla viðurkenning sérhverju því,
er orðið gæti vísir til nýrra atvinnugreina í landinu.
Hann leit á það sem »gróandi þjóðlíf*.
En í lífi þjóðarinnar átti bændastéttin sér að hans
áliti göfugt hlutskipti og bar ábyrgð á því. Hún átti að
varðveita þjóðlega menningu sjálfrar sín.
Og til þess þurfti hún að öðlast fjárhagslegt sjálf-
stæði og geta haldið því. — Þetta var grundvallaratriði
fyrir Pétri ]ónssyni. Það mótaði stefnu hans sem kaup-
félagsmanns og bónda. Hann hélt manna fastast á því
stefnuskráratriði kaupfélaganna að koma í veg fyrir
skuldaverzlun. Hann átaldi það og varaði við því, að
menn notuðu fyrst allt, hvað þeir megnuðu sjálfir, og
svo lánstraust sitt í viðbót, til að reyna að fullnægja
nýjum og nýjum þörfum, sem menn kannski fundu að