Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 96
92
Fræræktar- og kornvrkjutilraunir á íslandi.
Andvari
að í fyrra hluta júlí (frá 1.—15.) skríður byggið og
frjóvgun verður, og sjálfur kjarnavöxturinn byrjar og
heldur áfram, þar til er full þroskun er fengin, venjulega
síðast í ágúst fram í miðjan september, eftir því hvernig
viðrar.
Eg læt fylgja hér á eftir til betra yfirlits og skýringar
árangurinn af sáðtímatilraun með Dönnesbygg frá 1923—
29. Fyrsta árið var uppskeran ekki vegin; sést þvíþyngdar-
árangurinn að eins um 6 ár, 3 fyrstu árin í Reykjavík
og 3 síðari á Sámsstöðum.
Sáðtími 1. mai 10. mai 20. mai
Ar Kg. hálm af ha Kg. bygg af ha. Kg. hálm af ha. Kg. bygg af ha. Kg. hálm af ha. Kg. bygg af ha.
1923
1924 6040 2470 5000 2380 5740 2600
1925 4000 1500 5000 1070 5000 1070
1926 4144 2200 4400 1900 4970 1370
1927 7334 4000 8000 3334 9167 3500
1928 4400 2800 5200 2920 4520 2132
1929 6600 3085 6550 3135 6900 2950
Meðaltal í 6 ár. 5420 2676 5692 2457 6050 2270
Framangreint yfirlit um uppskeruna í sáðtímatilraun-
inni þarf ekki ítarlegri skýringar við. Hér að framan
hefir verið minnzt á aðalniðurstöður hennar, og vísast
til þess. Þess skal þó geta, að tilraunin færir sönnur á
það, að byggið hefir öll árin náð fullum þroska í öllum
sáðtíðum, og uppskeran bæði í hálmi og korni fullsæmi-
leg, nema árið 1925, því að þá fauk dálítið af korninu,
og þess vegna varð kornuppskeran ekki meiri. Kornið
þá of seint tekið.
Að meðaltali fyrir þessi 6 ár, sem uppskeran hefir