Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 82
78
Baðhey.
Andvari
því að tryggingin, sem í því felst, að eiga allt af nóg og
gott fóður fyrir allan búpening, verður ekki metinn til
peninga. Sem lítilfjörlegt dæmi má nefna, að hér á
Suðurlandi víða urðu á síðastliðnu sumri úti allmikil hey
vegna ótíðar, sem aldrei náðust, og mikið náðist mjög
skemmt og hrakið. Þetta er svo alvanalegt, að það
þykir varla í frásögur færandi, þó mun sá raunverulegi
skaði nema tugum þúsunda.
Af þeim tilraunum, sem eg hef gert, virðist mér
óhætt að draga þá ályktun, að heppileg lausn á hey-
verkunarmálinu liggi sennilega alveg við tærnar á okkur,
og engin skynsamleg ástæða er til að ætla annað en
að hún fáist á næstu árum, ef unnið er að málinu með
skynsemd og atorku. Þegar þessi lausn er fengin, þá er
þar með fengin trygging fyrir nógu og góðu fóðri,
landbúnaðurinn er gerður óháður veðráttufarinu, lang-
stærstu áhyggjunum og barningnum er af honum létt;
þar með er fengin stytting heyskapartímans, svo að meiri
tími fæst til jarðabóta og annarra framkvæmda, að eg
ekki nefni hvílíkt bjargráð er fengið í fólksleysinu.
Þá er landbúnaðurinn orðinn áhyggjulítill og öruggur
atvinnuvegur.
í óræktuðu eða lítt ræktuðu landi, eins og ísland enn
er, má segja, að á öllu liggi mikið, en ef eg væri
spurður, hvað væri merkilegasta og stærsta mál íslenzks
landbúnaðar, þá mundi eg fyrir mitt leyti alveg óhikað
svara, að það væri heyverkunarmálið. Eg er ekki í nein-
um vafa um það, að íslenzkri bændastétt ríður á engu
meir en að læra að geyma hey.
M. Júl. Magnús.