Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 110
Andvari
Um lestaferðir Borgfirðinga.
Allt fram til 1867, eða þar til er Borgarnes, eða
réttara sagt Brákarpollur, varð löggilt höfn, var ekki
um aðra verzlunarstaði að ræða fyrir Borgfirðinga en
Reykjavík. Þangað varð því að sækja allar kaupstaðar-
vörur. Til fiskikaupa var farið á Akranes og verstöðvar
kringum Snæfellsjökul, Ólafsvík, Búðir og Sand. Þó
voru það að eins hinir efnaðri bændur, sem þangað
ferðuðust. Til þeirra ferða þurftu hestar að vera í góðu
standi. Til þess að hestar væru taldir »jökulfærir«,
þurftu þeir að halda sjóvettling. Var það prófað þannig,
að hesturinn var látinn standa jafnfætis á sléttum stað
og órónum sjóvettling troðið milli læra hans. Tylldi
vettlingurinn þannig, var talið, að hesturinn væri jökul-
fær. í slíkum ferðum var gengið út frá vættarböggum
(80 pd.). Tjald og nesti var haft í ábagga á vænstu
hestunum. Akurnesfær var sá hestur talinn, sem var vel
kvikur í lend og mekktur í miðjan háls. En svo hold-
laus mátti hann þó ekki vera, væri hann útigenginn. Á
slíka hesta var ekki látið nema 60—70 pund í bagga.
Jökulfærum hestum mátti vel treysta með 100 pund af
Akranesi. Aðalskreiðarferð á Akranes var farin um vetrar-
vertíðarlok (lokaferð). í jökulferð var farið nokkru fyrr.
Daníel Jónsson, dannebrogsmaður og bóndi á Fróða-
stöðum í Hvítársíðu, hafði það fyrir fasta reglu, að fara