Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 23
Andvari
Pétur Jónsson á Gautlöndum.
19
á Arnarvatni — síðar í Múla, Pétur Jónsson á Gaut-
löndum og Sigurður Jónsson í Vztafelli. — Þessa menn
er rétt að nefna ásamt Jakob — og þá alla saman og
jafnframarlega, þegar taldir eru upphafsmenn kaupfélags-
skapar og samvinnustefnu okkar á meðal. —
-----Hver kynslóð á sína æskuhugsjón, sem ekki
hverfur einstaklingunum úr minni, hvort sem hún hefir
komizt í framkvæmd eða ekki. En það er gæfa einnar
kynslóðar, eins og hvers einstaklings, ef það heppnast
að fá framgengt nýtilegri æskuhugsjón.
Forgöngumenn kaupfélagsins hér fundu í bygging
þess og þróun framgang sinna æskuhugsjóna.
En svo duldist þeim það ekki, að slík nýung stóð,
eða féll, á þeirra ábyrgð. Þeir fundu, að metnaður sjálfra
þeirra og framtíðarstaða var beinlínis háð því, hvort
hugsjónin mætti rætast, hvort frumsmíðin ætti fyrir sér
fótfesti og framför, eða þetta félli um koll og yrði að
engu.
Þess vegna báru þeir hið unga kaupfélag fyrir brjósti,
— unnu því, líkt og þeir fyndi þar streyma sitt eigið
blóð.
Þetta var gæfa félagsins. Og það var gæfa forgöngu-
mannanna sjálfra. — Af þeim völdum fundu þeir þá
krafta með sjálfum sér, sem óvíst er, að komið hefði
fram með öðrum hætti. Af sömu völdum, var þeim
kröftum fórnað í þjónustu félagsins af þoli brautryðjanda.
Fórnfýsi brautryðjandans, er lætur verk eiginhandar
fylgja á eftir fortölum, gerir stærstar kröfur til sjálfs sín
og óhlífnastar og metur hvorki sjálfan sig né kröfurnar
til verðs, — slík fórnfýsi, hún fekk snortið allan almenn-
ing, er umhverfis stóð forustumennina. Hún fekk sannað
jafnvel mótstöðumönnum, að þeir forgöngumenn trúðu
sjálfir því, er þeir gengust fyrir.