Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 32
28
Pétur ]ónsson á Gautlöndum.
Andvari
í búnaðarriti Hermanns Jónassonar birtist árið 1893
ritgerð eftir Pétur á Gautlöndum, »Kaupskapur og kaup-
félagsskapurc. Er þar fyrst rætt um rök og eðli verzl-
unar yfir höfuð. Því næst íhugað, hversu það skiptir
miklu, að arður af verzlun þjóðarinnar komi landsmönn-
um sjálfum að notum. Þá er gerður samanburður á
kaupmannastétt og kaupfélögum um það, hvort betur
mundi fá tryggðan verzlunararð landsmönnum sjálfum til
handa. Kemst höf. að þeirri niðurstöðu, að með félags-
verzlun, sams konar og hér var þá komin á, sé líklegra
og betur tryggt, að viðskiptaarður skiptist af réttlæti og
jöfnuði meðal almennings, en með því móti, að einstakir
menn fari með verzlunina, hver með eigin-ágóðavon og
áhættu fyrir sterkasta ráðunauta.
Síðan er lýst kaupfélaginu hér. Og loks er það rakið,
íhugað og gerðar tillögur um, hvers þurfa muni við og
að hverju beri að stefna, kaupfélagsskap í landinu til
framgangs og eflingar.
Er þegar í þessari ritgerð vakið máls á flestu því,
sem síðan hefur verið gert af kaupfélaganna hálfu til
umbóta í verzlunarefnum og eins þeim sjálfum til trygg-
ingar og samheldni, svo sem nauðsyn okkar og sjálf-
skyldu til vöruvöndunar, þörf félaganna á tryggingar- og
sparisjóðum, sambandi sín á milli, málgagni fyrir sína
stefnu o. fl.
Þetta er hin fyrsta sókn af hálfu kaupfélagsskapar og
samvinnustefnu í opinberu málgagni hér á landi. Og
sóknin er hafin með hóflegum flutningi, drengilegum
röksemdum og víðsýni. —
Til þess að vekja kynning með kaupfélögunum og
leita eftir samvinnu þeirra tók Pétur upp bréfaskipti við
formenn og forgöngumenn félaganna víðs vegar um land.
Jafnframt unnu þeir Pétur og Jón í Múla að því sama