Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 60
56
Baöhey.
Andfari
ann, meðan verið var að láta í tóftirnar og fór fyrst að
lækka 10 — 14 dögum eftir að búið var að ganga frá
þeim. Hvorki saltvatn eða kalkvatn virtist vera betur
hæft til að slökkva hitann heldur en hreint vatn, að
minnsta kosti ekki með þeim styrkleika, sem notaður
var. Meira að segja var hitinn einna jafnhæstur í II,
sem saltvatnið var notað á.
Hitinn var þráfaldlega mældur undir eins og búið var
að baða heyið, og reyndist hann þá hafa lækkað um
1°—2° í efstu lögunum, en er kom ty2 m. niður eða
meir, var engan mun að finna. Þó virtist mér kalkvatnið
hafa mestan mátt til að lækka hitann í bili, eins og við
var að búast, þar sem það með því að binda sýrurnar
var frekast megnugt, að stöðva gerðina um stund. Þó
var það að eins um stund, því að í þessari tóft eins og
hinum tveimur morraði hitinn milli 40°—50° á málum,
þegar mælt var. En hitinn datt niður öllu fyrr í þessari
tóft en hinum, eftir að hætt var að bæta í hana og búið
að ganga frá henni. Má það meðal annars vera af því,
að í henni var há. Það mun vera reynsla manna, að
einfaldara sé að gera vothey úr há heldur en fyrra
slætti. Sennilega stafar það af því, að yfirleitt er fyrsti
sláttur byrjaður of seint. Grasið er stórgerðara og orðið
trénað. Háin er smágerðari, mýkri og voðfeldari, sígur
fljótara, grasið kafnar fyrr og deyr, gerðin fyrr um garð
gengin.
í III kornst hitinn snöggvast (á 3. degi) upp yfir 40°,
en annárs var hann allt af fyrir neðan 40°. Að hitinn
var töluvert lægri í þessari tóft en hinum, álít ég að
hafi komið af því, að ég gerði afrennslið erfiðara í þess-
ari tóft, svo að heyið, þrátt fyrir að miklu minna vatn var
notað, raunverulega var blautara, þá um leið loftminna,
en loftleysið auðvitað kæfir gerðina, að minnsta kosti