Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 87
Andvari
Fræræktar- og kornyrkjutilraunir á íslandi.
83
vor. Aðstaðan frá náttúrunnar hendi hefir þess vegna
verið svipuð hjá okkur sem þeim, þegar litið er til þess
mismunar á loptslagi, er ríkt hefir á íslandi og ná-
grannalöndum vorum um þetta tímabil. Þar sem akur-
yrkjan hefir haldizt við, þar er ræktunin nú fjölbreytt-
ari, uppskeran meiri, miðað við sömu flatareiningu.
Stafar þetta af því, að í skjóli kornyrkjunnar hefir vaxið
upp raungild þekking á ræktun jarðar og tilhögun
hennar.
Vísindalegar tilraunir hafa kennt mönnum fleiri og
betri aðferðir í atvinnulífi sveitanna en áður þekktust;
á þeim grundvelli hafa ræktunarskilyrðin rýmkað og
gert aðstöðuna fyrir þá, sem nú lifa og byggja þessi
lönd, betri en forfeðranna.
Hið sama gildir um okkar land. Vér getum á grund-
velli tilrauna og rannsókna hafið nýtt tímabil í ræktunar-
sögu landsins, og innan þeirra takmarka, sem loptslagið
leyfir, aðlagað nýjar ræktunarplöntur og fundið nothæfar
aðferðir í réttum aðbúnaði þeirra.
Vér, sem nú lifum, höfum meira til brunns að bera
en forfeður vorir, sem stunduðu hér kornyrkju í rúmar
5 aldir. Vísindaleg þekking er nú meiri en áður, sem
vér getum notfært okkur — ávöxtur af viðleitni af striti
annarra menningarþjóða. Vér höfum betri tæki til að
vinna jörðina, betri samgöngur á sjó og landi, meiri
þekking á jarðvegi og jurtum, þekking á arfgengi og
gildi úrvalsins á þroska einstaklinganna í plöntu- og
dýraríki. Vitum um næringarefni þau, sem plönturnar
þurfa, og höfum tök á að tilfæra þau efni, sem flýta
þroska jurtanna; þekking á veðurfari og áhrifum þess á
gróðurríkið o. s. frv., margt fleira, sem áhrif getur haft
á framkvæmdir vorar í ræktunarmálum.
En til þess að þekking sú og aðstaða, er vér höfum