Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1930, Side 24

Andvari - 01.01.1930, Side 24
20 Pétur Jónsson á Gautlöndum. Andvari Með þessum hætti varð hugsjón fárra manna smátt og smátt að sameign heillar kynslóðar í héraðinu. Af því leiddi enn fremur það, að æskan, sú hin næsta, er á eftir kom, hún ólst upp til þess að koma, svo sem af sjálfs dáðum, að hlið hinna eldri, viðurkenndu umbóta- manna og rétta þeim sína >örvandi hönd«. Þannig vannst það, að meginhluti héraðsbúa, eldri menn og yngri, urðu öruggir þátttakendur í starfsemi félagsins og hjálpuðu til að bera uppi stefnu þess með fylgi sínu við upphafs- og forgöngumenn. ]ón Sigurðsson á Gautlöndum var, sem kunnugt er, formaður kaupfélags Þingeyinga frá byrjun og þar til hans missti við á öndverðu sumri 1889. Þótti þá sjálfsagt, að Pétur sonur hans tæki við forstöðu félagsins. Það starf hafði Pétur Jónsson á hendi fast að 30 ár- um. Það starf taldi hann sjálfur sitt aðal-ævistarf. Pétur hafði verið fulltrúi á stofnfundi félagsins, gerzt þá þegar deildarstjóri. Og hann hafði verið samvistum við stjórn þess frá byrjun. Hann tekur við formennsku félagsins, meðan það enn er lítið vexti og lítils máttugt móti því, sem síðar varð. Félagið hafði minna hlut héraðsbúa sín á meðal. Og það hafði að eins minna hlut yfir að ráða af viðskiptum félagsmanna. Það skorti veltufé og tryggingarsjóði. Það stóð ærið höllum fæti í samkeppni við öfluga faktors- verzlun á Húsavík. Og það stóð í málaferlum við Húsa- víkurhrepp út af útsvarsskyldu félagsins þar og aðstöðu þess í Húsavík. — Hlaut Pétur þar að taka upp hlut félagsins. Hélzt honum svo á, að málinu lauk til hags- muna fyrir félagið. Bókfærsla kaupfélags-viðskiptanna fór fram á tveimur stöðum. Á Húsavík, þar sem afgreiðslumaður, ]akob
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.