Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1930, Page 106

Andvari - 01.01.1930, Page 106
102 Fræræklar- og kornvrkjutilraunir á íslandi. Andvari uðust og auðsætt væri, að þar sé um arðvænlega rækt- un að ræða, mundu tilraunirnar vaxa og verða að stærri ökrum hjá þeim, er þessar tilraunir gerðu. Nú vilja menn, ef til vill, halda því fram, að þessi aðferð hafi verið notuð áður og ekki orðið að gagni, en þá er til þess að svara, að þá var öðru vísi ástatt en nú, ekki landvant útsæði og ekki sú verkkunnátta og þekking, sem nú er fyrir hendi. Eru því meiri líkur fyrir, að smátilraunir, sem framkvæmdar væru eftir fyrir fram ákveðnum reglum og með íslenzku útsæði, gætu orðið til þess að vekja áhuga og réttlátan skilning á gildi kornyrkjunnar fyrir íslenzkan búskap. Kem eg þá að því atriði, sem mestu varðar, og það eru ræktunarreglurnar. Verður hér í fáum dráttum skýrt frá, hvað útheimtist til þess, að tilraunirnar stefni að réttu marki. Það fyrsta, er menn þurfa að hafa í lagi, er, að það land, sem notað er til þessara tilrauna, sé algerlega friðað. Góð netgirðing eða 6 strengja gaddavírsgirðing. Án þess að landið sé örugglega girt, þýðir ekki að byrja á kornyrkjutilraunum eða annari þeirri rækt, sem ekki má verða fyrir átroðslu. ]arðvinnslan þarf að vera vönduð. Bezt að plægja landið seinna part sumars eða að haustlagi og herfa seinna part vetrar. Hentugasti jarðvegur er leirmóar eða sandkenndur leirmóajarðvegur, vel unninn og með nægilegum áburði. Vel má sá byggi í nýbrotið land, en þar þroskast það seinna en ef jarðvegurinn hefir verið ræktaður, t. d. með höfrum, annaðhvort til þroskunar eða til grænfóðurs, árið á undan. Betra er að sá höfrum í nýbrotið land en byggi, og ættu menn að reyna að koma því þannig fyrir, að rækta hafra á 1. ári og á 2. ári bygg, 3. ári
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.