Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1923, Page 14

Eimreiðin - 01.10.1923, Page 14
270 VILHJALMUR MORRIS eimreiðin smáfeld eða stórfeld og hvort heldur menn fá lof eða last fyrir . . . reka þá iðn eins og samviskan segir til. Það er að vera drottins samverkamaður«. Morris stofnaði brátt viðskiftahús (firm) í Lundúnum ásamt nokkrum félögum; hét sölufabrikan: »Morris, Marshall, Faulk- ner & Co«. Því næst flutti hann sjálfur út í forstaðinn Upton og bjó um tíma í fögru húsi er nefndist: »Rauða húsið«. Keypti hann það og bjó þar harla vel um sig. En 5 áruni síðar kreptu ýmsar raunir svo að — þ. á. m. þung lega í gigtveiki — að hann neyddist til að selja húsið og flytja inn í borgina aftur. Bjó hann síðan allmörg ár í Queen’s Square, Bloomsbury, og flutti þangað helstu vinnustofu sína. En mjög leiddist honum innikreppan í kolalofti og þrengslum Lundúna- borgar. Og 1861 flutti hann aftur bygð sína og keypti sér hús vestur í forstaðnum Hammersmith og nefndi húsið Kelm- scotthús, í höfuðið á sumarverubúgarði, fornum og fögrum, sem einnig lá við Temsá, en 130 ensk. mílum ofar, og ekki langt frá Oxford. Þar dvaldi hann með konu sinni og börn- um lengri eða styttri tíma af sumrinu þegar hann gat frá 1871 til æfiloka 1896. Þótti M. þar eins fagurt um að litast og heim að horfa, eins og Gunnari þótti heim til hlíðar sinnar. Fabrikuna flutti hann ekki, heldur færði hana út, eða parta af henni, á aðra staði. Kringum 1870 og eftir það var hagur M. erfiður, því að svo lengi var þjóðin að átta sig á varningi fabriku hans; lá við sjálft að hið mikla fyrirtæki riði höfund- inum slig. Þeir félagar fylgdu og ávalt föstum og göfugum sölureglum, höfðu alt og seldu með ákveðnu verði og þó lágu, fyrirlitu alt gum og skrum í blöðum eða auglýsingum og vönduðu hverja tegund, er til sals var, með ströngustu sam- viskusemi. En smátt og smátt fór þjóðin að ranka við sér, en salan að batna, og að lokum bar sig alt vel. Og þótt nýr og nýr kostnaður krepti að við hinar mörgu langferðir Morr- isar, og þó einkum eftir það að hann gekk í lið með Sósíal- istum, mátti hann þó auðmaður heita, er æfi hans lauk. Svo menn enn betur skylji listahugsjón Morrisar, leyfi eg mér, áður en eg skil við það mál, að tilfæra lítinn kafla úr einu bréfi hans. Þar segir hann um húsbúnað og þessháttar:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.