Eimreiðin - 01.10.1923, Qupperneq 30
286
VILHjALMUR MORRIS
EIMREIÐIN
líu óvalda alþýðumenn frá Islandi og látfu þá reyna vit og
hraustleik við jafnmarga oss landa; er eg handviss um, að
ykkar piltar mundu sigur hafa«.
Árið 1885 heimsótti eg M. í Hammersmith. Hann hafði þá
tæpa tvo um fimtugt, en var þá hvítur fyrir hærum og allur
eldri sýnum, en .hann var. Þá var hann orðinn sósíalisti og
eins og annar maður að sjá og heyra. En ineð sömu rækt
sem áður talaði hann um Island og sneri ræðunni þó skjótt
að skoðunum þeim, er hann mest bar þá fyrir brjóstL Vil eg
leyfa mér að setja hér — eftir minni — megin efni þess er
hann sagði: »Eg ætlast ekki til að þér farið að boða jafnaðar-
kenningar vorar úti á Islandi«, mælti hann. »En ein er sú
tegund þeirra, sem eg vil að þér reynduð að gera löndum
yðar skiljanlega, því það mundi líklega duga«. Eg spurði hvað
það væri. »Það er sú kenning« sagði hann, »að hver sveit
eða hreppur komist undir jarðeignir, taki lán til þess í fyrstu
og smáfæri sig síðan lengra uns hreppurinn er orðinn lands-
drottinn og sjálfbjarga, því að eignalausir hreppar eru og
verða stjórnlausir og úrræðalausir ef í ári harðnar. Með lög-
um ætti að styðja það mál, helst þannig, að þar sem jarð-
eigandi maður deyr, eigr.ist hreppurinn kauprétt, ef hann vill,
að hverri þeirri jörð er losnar, ef ekki er löglega ákveðið til
arfs eða skifta. Hugsunin (principið) er þetta«, sagði M., »að
al/ar jarðir og arðvæn ítök í sveitum og sjóplássum eigi .með
tímanum að verða allsherjar eign hvers hrepps, því að eftir
guðslögum er jörðin engra eign eða allra. 011 vinna, atvinna
og lausafé er aftur á móti ótvíræð eign einstakra manna«.
Lengra fór ekki Morris, enda skal þessu máli lokið. Er saga
skáldsins frá 1880 og úr því svo mjög samanofin við hina
nýju lífsstefnu, stríð og baráttu í sambandi við innlenda og
útlenda sósíalista, að minst um það verður hér skrifað.
X.
Allmörgum árum saman eftir hina síðari ferð sína til Is-
lands, voru lista og iðnaðar annir M. svo miklar og marg-
brotnar, að hann gat lítið fengist við frumleg ritsmíði móti því
sem hann þangað til hafði gert, enda hóf skáldið hina síðustu