Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1923, Page 32

Eimreiðin - 01.10.1923, Page 32
288 VILHJÁLMUR MORRIS eimreidin prenta í listaprentstofu sinni við Kelmscott House voru kvæði fornvinar hans Chaucers. Það handrit, og eins prentið, er nálega furðuverk fyrir listarsakir. Rósir og rósahnútar bókar- innar, svo og upphafsstafir eru eftir hann sjálfan, en mynd- irnar eftir fóstbróður hans Burne Jones. Og er því verki var lokið, var og lífsstarfi skáldsins lokið. XI. Skáldsins síðasta stríð og fráfall. Ekkert sýnir betur innræti Morrisar, mannást og stórhug, en barátta hans fyrir kenningum sósíalistanna. Má vel vera að hans dæmi sé einstakt í allri mannkynssögunni, einkum þegar þess er gætt, að hann hafði áður helgað alt sitt fjör og fé — og hætti aldrei, né gat hætt að helga — framförum þjóðar sinnar í listum og iðnaði. Það sem lengi áður hafði kvalið sál og tilfinningar hins mikla og góða manns, lýsir hann ef til vill einna best í þessum línum, er hann ritaði til eins vinar síns 1881: »Þessi hrærigrautur í heiminum af hræsni og undirokun er alveg óþolandi. Og þetta, einmitt þetta er það, sem sýkir hjarta hvers hugsandi manns, svo menn geta ekki látið sér minna nægja en fullar uppreisnir . . .«. »Það er æðilangt síð- an, að eg skildi, að mannfélagið, hversu slétt sem það kann að sýnast á yfirborðinu, er bygt á ójafnaði og varið með harðstjórn og bleyðiskap . . .«. »Eg var að vona fyrst lengi, að eitthvað lagaðist smám saman, en sú trú mín er nú á hrumum fótum«. Einmitt það, að M. hafði þegar lengi áður kynt sér hið mikla mál hinna helstu forvígismanna jafnaðarkenninganna, gerði honum auðið að standast eins drengilega og hann stóð og geta haldið sér uppi þegar í versta eldinn var komið og öll sund voru lokuð. Eru langar frásagnir um viðureign M. og vina og óvina stefnunnar. Verður að sleppa því öllu hér rúmsins vegna, og þess, hvað afstaða málsins og M. sjálfs er hér á landi torskilið og ókunnugt. En þess verður hér að geta, að þetta hið mikla og vanþakkláta stríð M. fór að lok- um, eða eflaust fyrir örlög fram, með heilsu og krafta hans.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.