Eimreiðin - 01.10.1923, Page 54
310
EITT VANDAM. N. T. SKVR.
EIMREIÐIN
undir geðveiki tekin upp í mörgum löndum. Vera má að
kirkjunni skiljist þá, að það var háleitt hlutverk, sem drottinn
]esús fól lærisveinum sínum, er hann sagði: »En á ferðum
yðar skuluð þér prédika og segja: Himnaríki er í nánd.
Læknið sjúka, vekið upp dauða, hreinsið líkþráa, rekið út illa
anda«. — Boðorð hans á við enn í dag, því að himnaríki er
ávalt nálægt oss — eins nálægt oss nú og það var þálifandi
kynslóð þá. En kirkjan hefir lagt þessa hlið postulastarfsem-
innar niður; eg held af því, að hún hefir mist skilning á náð-
argáfunum. Af því stafar það þá Iíka, að frásögurnar um sum
kraftaverk Krists, sem forðum vöktu aðdáun manna og urðu
þeim lofgerðar-efni, eru nú orðnar guðfræðingunum ásteyting-
arefni og fjölda manns hneykslunarhella.
Fyrir því held eg, að það sé kominn tími til, að guðfræð-
ingar og prestar afli sér betri fræðslu um þetta. Mér finst
minkun að því fyrir kirkjuna, ef hún skyldi verða á eftir
læknunum í þessu efni.
Haraldur Níelsson.
Rabindranath Tagore.
Eftir Svein Sigurðsson.
Hér á Norðurlöndum er fyrst fyrir alvöru farið að veitæ
skáldskap Rabindranath Tagores eftirtekt, er hann fékk Nobels-
verðlaunin, en það var árið 1913. Síðan má svo segja, að
hróður hans hafi farið sífelt vaxandi, og hefir nú verið þýtt
eftir hann talsvart á Norðurlandamálin, dönsku, norsku, og þó
einkum sænsku. Tvær bækur hans hafa einnig verið þýddar
á íslensku: Ljóðfórnir (Gitanjali) og Farfuglar (Stray Birds).-
Tagore hefir farið sigurför um heiminn og er nú dáður meira
en nokkurt annað Austurlandaskáld, nema ef vera skyldf
Omar Khayyám hinn persneski, síðan Englendingurinn Edward
Fitzgerald þýddi aðalrit hans »Rubáiyát« á enska tungu, því