Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1923, Page 65

Eimreiðin - 01.10.1923, Page 65
EIMREIÐIN SIGURINN 321 æptu fagnaðaróp í salnum. Frá efstu svölunum heyrðist ein- hver hreyfing, skrjáf í silkikjólum og veikt glamrið í mittis- keðjum, knýttum gullnum bjöllum. Shekar stóð upp úr sæti sínu og gekk burt úr höllinni. Það var myrkt af nóttu nýmánans. Skáldið Shekar tók handrit sín ofan úr hyllunum og hrúgaði þeim á gólfið. Sum þessi handrit voru af elstu kvæðunum hans, sem hann hafði næstum gleymt. Hann rendi augunum yfir blaðsíðurnar og las kafla hér og þar. Honum fanst það alt vera fátæklegt og einskis nýtt, — eintóm orð og barnalegt rím! Hann tók handritin og kastaði þeim, hverju á fætur öðru, í eldsþróna, þar sem eldur skíðlogaði, og sagði um leið: »Þér fórna eg þessu, ó, fegurð mín og funi! Þú hefir brunnið í hjarta mér öll þessi fánýtu ár. Væri líf mitt klára gull, kæmi það út úr deiglunni skírara en áður, en nú er það að eins troðinn grassvörður, og ekkert er eftir af því nema þessi handfylli af ösku«. Það leið á nóttu. Shekar opnaði glugga sína upp á gátt. Hann breiddi á sængina sína hvítu blómin, sem hann elskaði og flutti inn í svefnherbergið sitt alla lampana, sem til voru í húsinu og kveikti á þeim. Því næst blandaði hann hunangi safann úr eiturjurt einni, drakk þetta og lagðist til hvíldar. Veikt glamur í gullbjöllum heyrðist í ganginum framan við dyrnar, og höfgur ilmur barst inn í- herbergið með and- varanum að utan. Skáldið lá með aftur augun og mælti: »Drottning mín, hefir þú nú að lokum aumkvast yfir þjón þinn og komið á fund hans?« Vndisleg rödd svaraði: »Skáld mitt, eg er komin«. Shekar opnaði augun — og sá konu standa við rúmið. Honum förlaðist sýn. En honum fanst endurminningin um skuggann, sem hann hafði ætíð geymt sem helgidóm í hjarta sínu, koma fram í dagsbirtuna á síðasta augnabliki og stara á sig. Konan sagði: »Eg er Ajita konungsdóttir*. Skáldið settist upp í rúminu með miklum erfiðismunum. Konungsdóttirin hvíslaði í eyra hans: »Konungurinn hefir 21
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.