Eimreiðin - 01.10.1923, Page 68
324
FRÁ KÍNA
EIMREIÐIN
járnbrautirnar orðnar 11 þús. km.. Eiginlega eru brautirnar að
eins tvær og liggja báðar út frá Peking, önnur til Canton og
hin til Shanghai (Shang — upp, hai — haf). Höfum svo hug-
fast, að íbúar Kína eru 440 miljónir, eða h. u. b. 40 þús.
fyrir hvern kílómetra járnbrautanna. Má af þessu ráða, að
mestur hluti þjóðarinnar hefir aldrei heyrt stunur eimlestanna
né notið góðs af krafti þeirra og hraða.
Fljótabátar. Ar eru margar og miklar í Kína. Víða eru þær
hægfarnasta og fjölfarnasta leiðin, og þá farið með fljótabát-
„Sjáið bruna fley".
um. Ef vel byrjar og straumur er með, geta þeir verið fljótir
í ferðum, en gegn stormi eða straum hafa þeir ekki við snigli.
— Man eg eftir félaga mínum í fyrra; með fjölskyldu sinni
fór hann á bát hér upp eftir Hanfljótinu, ætlaði til næstu
borgar; þangað er tveggja daga hægur gangur, en hann var
16 daga á leiðinni. Hann hrepti auðvitað óveður.
Að fljótabátunum meðtöldum hafa Kínverjar óefað stærsta
ró „Feng Shui", eða anda þeirra, er gættu vatna og vinda; og þar sem
búast mátti við hefndum andanna fyrir þann hávaða, er þegar var orðinn,
var reist veglegt hof á rústum járnbrautarstöðvarinnar í Shanghai, til að
blíðka goðin.