Eimreiðin - 01.10.1923, Page 72
328
FRÁ KÍNA
EIMREIÐIN
beiningamanna komnir að skipshliðinni löngu á undan hafn-
sögumanninum.
Hér í Laohokow (verslunarbær í Mið-Kína) eru íbúar tæp-
lega 100 þús., en beiningamenn rúmlega 2 þúsundir. Enn þá
hefi eg aldrei komið svo út á götu hér, að eg hafi ekki
mætt einum eða fleir-
um beiningamönn-
um. Máske eigið þið
bágt með að trúa
því, sem eg segi
'ykkur frá beininga-
mannafélögum hér.
Fátt er um góð-
an félagsskap í
Kína, en beininga-
mannafélög eru þar
á hverjum einasta
bæ og í borgum
og sveitum. Þessi
félög kjósa sér for-
mann, betlarakon-
ung, sem oft er
einvaldur. Séu fleiri
félög en eitt í bæn-
um eða borginni,.
hluta betlarakonung-
arnir »ríkið« í sund-
ur og ráða yfir
ákveðnum svæðum.
Beiningamenn. Senda þeir SVO
»þegna« sína út um
allan bæ, og sjá vel um, að þeir gleymi ekki neinni götunni,
sneiði ekki fram hjá einu einasta húsi og allra síst búðunum.
Þetta er heldur enginn smáræðis félagsskapur. Dæmi eru
til, að betlarakonungur í Kína hafi haft undir sér 10 þús.
þegna. Vanalega eru mörg hundruð meðlimir í hverju félagi.
Þegar illa árar (eins og t. d. í fyrra) eru betlararnir hrein-
asta plága, einkanlega í bæjunum. Því ómögulegt er heldur