Eimreiðin - 01.10.1923, Síða 81
EIMREIÐIN
ÍSLENSK BLAÐAMENSKA
337
]ónas Hallgrímsson og Konráð Gíslason, Baldvin Einarsson,
]ón Sigurðsson, Grímur Thomsen og Guðbrandur Vigfússon,
Arnljótur Ólafsson, Eiríkur Jónsson o. fl., og eftir að ritinu
var breytt, svo að útlendu fréttirnar voru að eins nokkur hluti
þess, t. d. Björn ]ónsson og Þorsteinn Gíslason. »Skírnir«
'kemur ennþá út. Meðan M. Stephensen var enn á lífi, hófst
einnig eitt tímarit enn, sem allmikil spor markar í lífi þjóð-
arinnar. En það var »Armann á Alþingi*, sem þeir gáfu út
Baldvin Einarsson og Þorgeir Guðmundsson, en B. E. ritaði
J>ó að mestu. Það kom út 1829—32 og var prýðilega til
þess vandað og vel í það skrifað víðast hvar og meira í sam-
feldu bókarformi en flest tímaritin önnur. Mikið af ritinu er í
viðræðu sniði, og hafði það reyndar tíðkast líka áður. B. E.
var einnig hinn mesti áhuga- og umsýslumaður á öðrum svið-
um og skrifaði um ísl. stjórnmál einnig á dönsku. En hann
<lÓ !ungur, sama árið og M. St., 1833.
Skömmu seinna eða 1835 hófst svo það ritið, sem einna
mest tímamót markar af þeim öllum. En það var »Fjölnir«,
sem þeir gáfu út Brynjólfur Pétursson, ]ónas Hallgríms-
son, Konráð Gíslason og Tómas Sæmundsson. Þetta rit kom
sem boðberi nýrra hugsana og nýrra athafna á ýmsum sviðum
■og hlaut bæði öfluga meðhaldsmenn og andstæðinga. Útgef-
■endurnir vóru líka sæmilega samrýndir og þrungnir einum
anda allir saman í þeim meginmálum, sem til kastanna komu.
Þó voru þeir ólíkir um ýmsa hluti. Einn þeirra sérstaklega
virðist hafa haft góða og ákveðna blaðamensku-hæfileika, en
það var Tómas Sæmundsson og ]ónas Hallgrímsson reyndar
líka að vissu leyti. Annars virðist gildi »Fjölnis« fyrir þróun
blaðamenskunnar útaf fyrir sig ekki vera eins mikið og menn
ætla alment, og ýms önnur ritin hafa að efnisvali og efnis-
meðferð staðið honum jafnfætis eða framar. Hins vegar voru
ýms einstök atriði í því, sem hann flutti þannig, að þau höfðu
mikil áhrif á þjóðarþroskann eða suma þætti hans, t. d. kvæði
]ónasar og ýmsar greinar Tómasar og málvöndunarhreyfing
ritsins öll.
Næsta tímaritið, sem verulega kveður að, eru »Ný Félags-
Tit«, sem byrjuðu að koma út í Kaupmannahöfn 1841 og
komu út einu sinni á ári til 1873, að þremur árum fráskild-
22