Eimreiðin - 01.10.1923, Page 88
344
ÍSLENSK BLAÐAMENSKA
EIMREIÐIN1
á baugi eru nú útkljáð og ættu að vera dauð, en ný mál
eru vöknuð og þurfa að vekjast upp. Hugir manna hafa.
fengið ný viðfangsefni. Þessum nýju straumum þarf að veita
framrás. Þeir mega ekki hverfa í aurskriður úlfúðarinnar frá
eldri tímum. Þeir þurfa þvert á móti að vaxa svo, að þeir
dreifi þeim og græði yfir þær«.
Mörg og margvísleg mál og deiluefni komu upp á þessu
nýja tímabili og höfðu blöðin ærinn starfa við þau, auk ann-
ara almennra verkefna sinna. Símamálið hafði verið mikið
deiluefni, seinna kom »uppkastið« o. s. frv., og hafa þessi ár
verið einhver hin áköfustu og aðgangsmestu í sögu blaða-
menskunnar. Flestir blaðamennirnir eða þeir, sem mest bar á,
voru þó gamalreyndir frá fyrri árum, þeir Björn ]ónsson, ]ón
Ólafsson, Skúli Thoroddsen og Þorsteinn Gíslason. Um B. ].
er áður talað. En J. Ó. (1850—1916) hafði einnig lengi feng-
ist við blaðamensku meðal Islendinga austan hafs og vestan.
Var hann við riðinn þessi blöð: »Baldur«, »Göngu-Hrólf«,
»Skuld«, »Þjóðólf«, »Nýju öldina«, »Dagblaðið«, »Reykjavík-
ina«, »Iðunni« og svo »Heimskringlu« og »Lögberg« vestan
hafs. ]. Ó. var fjölhæfur og fjölfróður blaðamaður og ritaði
oft skýrt og skemtilega, en ekki altaf orðvar að sama skapi.
Hann vann einnig margt utan blaðamenskunnar og skrifaði
mikið um stjórnmál, viðskiftamál og málfræði og þýddi nokk-
uð, svo sem »Kátan pilt« eftir Björnson og »Um frelsið« eftir
Stuart-Mill. — Sk. Th. (1859—1916) var miklu fáhæfari blaða-
maður, gaf út »Þjóðviljann« og seinna um tíma »Sköfnung«
og beindist mest að stjórnmálum, og innlendar smáfréttir voru
oft allmiklar í »Þjóðviljanum«. Almenn áhrif út um land hafði
blaðið ekki mikil, og voru þó stjórnmálagreinar þess oft vel
skrifaðar, og yfirleitt er gildi Sk. Th. meira fólgið í þing-
mensku hans en blaðamensku. — Þ. G. (1867) hefir verið
ritstjóri þessara blaða: »Sunnanfara«, »Islands«, »Bjarka«r
»Óðins«, »Lögréttu« og »Morgunblaðsins«. Eins og áður er
getið, koma að ýmsu leyti nýjar hreyfingar inn í blaðamensk-
una með sumum blöðum hans, og áhrif þeirra og útbreiðsla
hafa verið mikil, einkum »Lögréttu«. Hann hafði þá einnig
ráðagerðir um nýtt skipulag blaðamenskunnar, þannig, að
blöðin eða sérstakar útgáfur höfuðblaðsins kæmu víðar út út