Eimreiðin - 01.10.1923, Síða 95
EIMREIÐIN
Ljóð eftir ýmsa.
Ef -
Eftir Rudyard Kipling.
Ef getur þú, er hinir æðrast allir
og um þér kenna, haldið viti’ og ró.
Ef getur þú, þótt allra’ í ónáð fallir,
þér ennþá treyst og síst of mikið þó.
Ef þreyja kantu’ og þreytist ekki að bíða,
ef þolir Iygi, á aðra’ ei skrökvar hót
og hatar ei, þótt hatri mætir víða,
og hefir samt ekki’ á þér dygðamót.
Ef drauma áttu, en uppi’ ei lætur vaða.
Ef antu stórri hugsun, sérð þó smátt.
Ef mætt þú getur meðlæti og skaða
og með þau farið bæði’ á sama hátt.
Ef getur séð þinn sannleik vera dreginn
í saur af þrjótum, til að veiða flón,
og horft á lífs þíns höll í rúst við veginn
og hugsað enn um bygging við þá sjón.
Ef eignum þínum hent fær hugans kraftur
og hætt á það að missa vinninginn,
og þótt þú tapir, byrjað örugt aftur
og aldrei minst á tjón þitt nokkurt sinn.
Ef mátt þú átt þinn heila’ og hjarta’ að neyða.
þótt hafi þau fyrir löngu ofreynt sig,
og starfar samt, þótt búið sé öllu’ að eyða,
og að eins viljinn segi: Stattu þig!
Ef óþjóð skaðlaus umgengist þú getur
og alþýðlegur verið kongum hjá.
Ef vin og óvin að eins menn þú metur.
Ef minna styrk þú hvergi níðist á.