Eimreiðin - 01.10.1923, Síða 98
354
LJÓÐ EFTIR ÝMSA
EIMREIÐIN
Þú brekkufífill! fjóla! stíf
af frerans blæ und vetrar snæ,
hvert fór þitt líf úr legg og hlíf?
í lítið fræ? — Á týnslu glæ?
Þér, skepna veik, við skotvopns reyk
er skeytið sent að hjarta rent.
Mun fjörs þíns kveik við framinn leik
að fullu brent eða hvað er hent?
Að feigðarströnd, í banans bönd
er berast þeir sem fallinn reyr,
á mannsins önd með heila og hönd
að hverfa í leir, eða þroskast meir?
Svo spurna ör um feigð og fjör,
á fjarran hag og kjarnans lag,
hér lít eg svör: Of lagar skör
sést ljómi fagur boða dag.
Hallgr. Jónasson.
Kvöld í Geirangri.
(sonnetta).
Það er að rökkva, roðinn horfinn sýnum,.
sem rauð hin prúðu fjöll í töfragliti,
eg sé þá fölna þessa þýðu liti,
og þögnin vekur lotning huga mínum.
Eg hlusta, skógur, eftir þínum þyti
og því, er grundin á í fórum sínum;
eg finn það sama í huldu hreimum þínum
sem heima olli gleði, trega, striti
míns unga hugar. Hér í Noregs lundum.
eg hjartaslögin eigin foldar kenni,
því sömu vættir vaka í skauti þínu