Eimreiðin - 01.10.1923, Page 105
EIMREIÐIN
STÚDENTALÍF Á GARÐI
361
seinna um daginn. Sögður kræsnir menn (og konur), að kaff-
ið væri orðið vont á kvöldin, er búið var að hita það upp
5—6 sinnum um daginn, en slíka smámuni fundum við ekki.
Þá var siður hjá sumum að elda hafragraut um helgar, og
láta hann endast til vikunnar! Islendingar fengu oft sendan
mat heiman að, og voru þá stundum haldnar átveislur stórar.
Eg man eftir einni. Þar voru 6 Islendingar og 6 Danir með
þjóðrétti sína, en átið gekk stirt, því Islendingar kunnu ekki
Stúdentaherbergi á Garöi.
(í þessu herbergi bjó Niels Finsen á stúdentsárum sínum).
að eta flesk, og Danir ekki að eta harðfisk og hákarl. En
allir mættust yfir skyrinu og ölföngunum, svo alt endaði með
glaum og gleði.
Samkomulag var yfirleitt gott milli danskra og íslenskra
stúdenta. Enda einangruðu íslendingar sig ekki, eins og sagt
er, að þeir hafi oft gert fyr á tímum, heldur tóku þátt í öll-
um félagsskap með Dönum. Altaf gengu á Garði undarlegar
frásagnir um karlmensku og bardaga íslendinga. Munu þær
ílestar hafa verið uppspuni einn. Skal eg segja hér frá einum
atburði, sem átti að hafa gerst árið áður en eg kom á Garð.
Kvöld eitt kom íslenskur stúdent seint heim á Garð og