Eimreiðin - 01.10.1923, Side 108
364
STÚDENTALÍF Á GARÐI
EIMREIÐIN
Tvisvar á ári hélt prófasturinn *embættismönnum« Garðs-
veislu, og þangað var líka ávalt boðið einum Islendingi, sem
fulltrúa fyrir landa sína. Þessar veislur (»Provsteæde« voru þær
nefndar) voru einkar skemtilegar, enda var prófasturinn Dr.-
jur. Jul. Larsen elskaður og virtur af öllum Garðbúum. Er
það skemst frá að segja, að eg hef aldrei þekt betri mannr
og engan gamlan mann, sem jafn vel kunni að umgangast
unglinga. íslendingar sýndu
líka, að þeir kunnu að meta
hann, því þegar hann lét af
embætti 1918, færðu þeir hon-
um veglegar heiðursgjafir, eru
þeir þó sjáldan fúsir á að veg-
sama það, sem danskt er. En
í þetta sinn var samt enginn
ágreiningur. Prófastsfrúin var
líka einstök ágætiskona og
samhent manni sínum.
Þá er best að minnast á
starfsfólkið. Dyravörðurinn og
kona hans höfðu búið um
langan aldur á Garði. Þau
voru bæði mjög kyndug í út-
liti, afar sein í snúningum, geð-
vond, en þó velviljuð öllum
stúdentum, og vinsæl. Þá voru
6 »karlar«, sem komu á kvöldin og morgnana og þvoðu upp
mataráhöld, báru upp eldsneyti, sóttu olíu, burstuðu skó o. s. frv..
Af þessum körlum var Holm gamli einna frægastur. Hann var
búinn að vera 40 ár á Garði og hefir að sögn engan dag sést
ófullur, en hann var skyldurækinn og stiltur. I eitt skifti brást
Holm stillingin. Það var kjördaginn til Ríkisþings vorið 1913r
að Jacobsen bruggari sendi öltunnu upp á Garð, handa stúd-
entum að skemta sér við, meðan þeir biðu eftir kosningaúr-
slitunum um kvöldið. Holm var úti í horni á Garði að bera
upp brenni, þegar hann sá öltunnuna, en honum varð svo
mikið um, að hann misti niður brennikassann og kom hlaup-
andi á harða spretti til tunnunnar, horfði á hana um hríð og
Dr. iur. Jul. Larsen.