Eimreiðin - 01.10.1923, Page 113
ŒIMREIÐIN
SAGAN UM HANN PETUR
369
»Þá verðum við að síma til hans og biðja hann um
heimild*.
»Já, en Dickens er dauður«.
Samningurinn var gerður í skyndi. Þóknunin fyrir þýðing-
una átti að vera fimm kr. á hverja blaðsíðu handritsins. Það
átti að þýða öll rit Dickens og byrja á Oliver Twist.
Rithöfundurinn fór utan, og handritabögglar fóru að koma,
■stórir bögglar, — það voru líka fimm krónur fyrir blaðsíðuna,
— ennþá fleiri bögglar, — og alt var þetta Oliver Twist. Rit-
höfundurinn hefir víst hugsað sem svo, að hafi Dickens verið
fyrirferðarmikill áður, þá skyldi hann að minsta kosti ekki
rýrna við þýðinguna. Loks lá geysistór hrúga af skrifuðum
örkum fyrir framan hr. Eiríksson, — og alt var þetta Oliver
Twist.
»Heyrðu«, sagði útgefandinn við skrifstofustjóra sinn, »hvað
Tiefir þessi Dickens ritað margar bækur?«
»Þær munu vera rúmar fimmtíu alls?«
Hr. Eiríksson andvarpaði og þurkaði svitann af enni sér.
Daginn eftir kom einn böggullinn enn, og alt var þetta OIi-
ver Twist.
Svíinn hætti að geta sofið. Og næsta sinn, þegar hann fékk
fylgibréf upp á margra punda böggul, símaði hann í örvænt-
ingu sinni: »Behag at avsluta Oliver Twist«.
Nú sátu þeir Sivle og vinur hans á veitingahúsinu og
ákváðu að fara til þessa útgefanda og vita, hvað þeir kæmust
langt með hann.
Leiðin Iá upp marga stiga í nýju húsi í Markastræti.
»Við skulum nú fara varlega í sakirnar«, sagði Sivle.
»Ætli maður ætti ekki að segja honum, að flest af þessu
hafi verið prentað áður?«
En vinur hans var samviskulaus náungi. Hann hugsaði að
eins um að ná í álitlega upphæð handa Sivle, og svo var það
útgefandans að sjá um sinn hag.
»Nú gerir þú svo vel og heldur þér saman meðan kaupin
fara fram«, sagði hann. »Eg held það sé vissast, að við segj-
um, að þú sért mállaus og heyrnarlaus«.
»Afram þá!« sagði Sivle.
Hr. Eiríksson var risavaxinn maður, kurteis og fyrirmann-
24