Eimreiðin - 01.10.1923, Page 117
EIMREIÐIN
SAGAN UM HANN PETUR
373
>Það var svo ótrúlegt«, sagði Pétur. »Og aldrei er of var-
lega farið«, bætti hann við.
En seinna um daginn hitti vinurinn hann, þar sem hann
sat á steinstéttinni uppi á Karl-Jóhannsgötu. Hann sat þar
syngjandi, með hattinn úti í öðrum vanganum, og á hnjánum
hafði hann körfu með fjórum hænuungum, sem hann hafði
keypt af bónda nokkrum fyrir hundrað krónur. »Því bóndinn
er kjarni þjóðarinnar og þarfnast stuðnings, því megum við
ríkisbubbarnir ekki gleyma«, sagði Pétur.
Það er ekki gott að segja, hversu lengi Pétur var ríkur.
En í hvert skifti sem hann hitti félaga sinn, hrópaði hann:
»Sko, þarna kemur peningafalsarinn. Það get eg bölvað mér
upp á, að svo snjall seðlafalsari ertu, að sjálfur Noregsbanki
sér ekki við þér«. — — —
Útgefandinn varð gjaldþrota.
Sv. S. þýddi lauslega.
Töfrar loftskeytatækjanna.
Eftir Svein Sigurðsson.
Það er ekki nema rúmur aldarfjórðungur síðan Marconi
fann upp þráðlausa firðritun. Fyrstu tilraunirnar til að senda
loftskeyti þráðlaust voru gerðar í Bristolflóanum 1897, og
tókst þá að senda þau sex rasta vegalengd. Arið 1902 voru
þráðlaus loftskeyti send í fyrsta skifti yfir Atlantshafið. Síðan
hafa orðið svo stórkostlegar framfarir á þessu sviði vísind-
anna, að helst lítur út fyrir, að loftskeytatækin ætli að um-
turna viðskifta- og samgangnakerfi heimsins á stuttum tíma.
Oflugar loftskeytastöðvar hafa verið reistar þúsundum saman
víðsvegar um heiminn, og þráðlaus loftskeyti eru send og
meðtekin daglega í þúsunda tali, svo að segja hvar sem er á
hnettinum.