Eimreiðin - 01.10.1923, Qupperneq 120
EIMREIÐIÍO
Um séra Jón Sveinsson.
í þýzku tímariti, sem heitir »Die Biicherwelt« (bókaheimur-
inn), birtist nýlega grein um landa vorn, pater ]ón Sveinsson,.
eftir þýzkan ritdómara dr. Peter Scherer. Lesendur Eimreiðar-
innar hafa séð smávegis um og eftir ]ón Sveinsson, en þeim
mun eigi að síður forvitni á að sjá, hvað um hann er sagt
erlendis, og birtist hér því aðalefni greinarinnar.
Greinin byrjar á að lýsa æsku hans hér heima, sem hann
lýsir svo yndislega í sumum bókum sínum, t. d. í Nonna og
Manna og Sólskinsdögum, svo og för hans til Frakklands og
námsárum. Síðan heldur höf. áfram:
»Ar fræðslu og ferðalaga vóru nú úti. ]ón Sveinsson starf-
aði í Danmörk sem yfirskólaprófessor til 1912, en hin erfiðu
kenslustörf þar og um fram alt skilningsleysi yfirmanna hans,.
sviftu hann getunni að starfa sem rithöfundur. Þegar hann
fyrst eftir 25 ára burtveru hafði 1894 heimsótt ættjörð sína^
ásamt einum lærisveina sinna, ritaði hann á dönsku sína fyrstu
bók og varð að nota næturstundir til þess. Titillinn er »Mill-
um íss og elds«. Bókin var síðan þýdd á þýzku. A eftir kom
önnur bók á dönsku »lslands blóm«, sem einnig kom út á
þýzku. Þar að auki ritaði ]ón Sveinsson á þessum árum smá-
sögur í dönsk og frakknesk tímarit. Æfiferill hans og mentun
höfðu veitt honum stórmikla málakunnáttu. Auk móðurmálsins
íslenzkunnar talar hann og ritar frakknesku, þýsku, ensku,
dönsku og latínu, og norsku skilur hann og talar, en í sænsku,
grísku og hebresku heldur hann þeirri kunnáttu, er hann fékk
í skóla.
Langvinnur sjúkleiki neyddi hann 1912 til að skifta um veru-
stað. I Feldkirch, fékk hann eigi einungis heilsubót, heldur einn-
ig frelsi og næði til skáldskapar. Á fáum mánuðum skapaðist
hin dýrlega bók Nonni, sem kom út hjá Herder 1913, og setti
hún í einni svipan höfundinn í fremstu röð þýzkra söguskálda..
Sannarlegt skáld hafði þarna fengið réttan útgefanda. Fyrir
utan ritgerðir handa þýzkum, austurískum og norðrænum.