Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1923, Page 128

Eimreiðin - 01.10.1923, Page 128
EIMREIÐIN Til lesendanna. Eimreiðin er nú að enda tuttugasta og níunda árið. Hún ætti því að vera orðin nógu þroskuð til að lofa ekki öðru en því, sem hún getur efnt. En svo mikið getur hún þó sagt nú þegar, að hún vill verða hæli allra heilnæmra hugsana á sem flestum sviðum og mun ekki úthýsa neinu fyrir þá sök eina, að það brjóti í bág við ríkjandi skoðanir, siði eða venjur. Hún mun láta sig varða sem flest af því, sem nútíðarmaðurinn kemst ekki hjá að gera sér grein fyrir, eigi hann ekki í and- legum skilningi að daga uppi, eins og nátttröllin, — í stuttu máli, öll hin margvíslegu viðfangsefni nútímans, eftir því sem efni leyfa. Hún vill þá og varðveita alt það í þjóðlífi voru, sem hún telur gott, og hlúa að því. Þessvegna er henni kær- kominn allur innlendur fróðleikur og ritgerðir um innlend efni ekki síður en um útlend. Hún vill verða öllum til fróðleiks, gagns og skemtunar. Ritstj. Eimreiðin efnir til samkepni fyrir kaupendur sína um eftirfarandi spurningu: Hvað skortir íslenzku þjóðina mest? Spurningin er þannig valin, að allir, ungir sem gamlir konur, sem karlar, lærðir sem leikmenn, geta svaraö henni. Svörin, sem ekki mega vera lengri en sem svarar hálfri blaðsíðu í Eimreiðinni, með meginmálsletri, eiga að sendast ritstjóra Eimreiðarinnar, Pósthólf 322, Reykjavík, í sfðasta lagi fyrir 1. mars næstk.. Senda skal svörin undir dulnefni, en fult nafn og heimilisfang fylgi í lokuðu umslagi, verða þau umslög ekki opnuð fyr en búið er að dæma um svörin. Um svörin verður dæitn af dómnefnd þriggja þar til hæfra manna. Bestu svörin verða síðan birt í 2. eða 3. hefti Eim- reiðarinnar næsta ár (undir eiginnafni eða dulnefni, vilji hlutaðeigandi •ekki láta nafns síns getið). Þrenn verðlaun verða veitt, og eru þau þessi: 1. verðlaun: kr. 75,00 2. : — 50,00 3. : — 25,00 Samkepni þessi er aðeins fyrir kaupendur Eimreiðarinnar, gamla og nýja. Nýir kaupendur að yfirstandandi árgangi geta fengið árganginn 1922 •ókeypis. Argangarnir 1921 og 1922 seljast annars fyrir hálfvirði (kr. 10,00). Eldri árgangar fást einnig með niðursettu verði. Þér, sem ekki eruð þegar kaupendur Eimreiðarinnar, fyllið út áskriftar- seðilinn, sem er áfastur við þetta hefti, og látið hann í póstinn (umslags- lausan). Það kostar ekkert, því burðargjaldið er greitt, og þér fáið ritið sent yður um hæl. Afgreiðsla Eimreiðarinnar verður fyrst um sinn á Nýlendugötu 24 B, Pósthólf 322, Talsími 168, Rvík.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.