Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 4
66 Björnstjerne Björnson:
alt at þynnri og þynnri, loksins eins og blaktandi
blæja, og hvarf svo loks sjónum. Mörg hugsun kom
þá og upp í huga þeirra og breiddist út yfir bygðina.
þonnan dag mættust hugir þeirra beggja á Norðr-
Haugi. það var reyndar tveim dögum eftir hjóna-
vígsluna, en með því veizlan skyldi standa eina sex
daga, þá heyrðu þær enn þá endr og sinnum skot
og skot á stangli og einstöku sinnum óm þegar allra
hæst var hrópað eða kallað. — »það er kátt þar
fólkið,« sagði lngiríðr. — »Ekki skal ég öfunda það
af því,« sagði Sigrún, og tók prjónana sína. —
»Skrambi væri nú samt gaman að vera þar með,«
sagði Ingiríðr, hún sat á fótum sér og horfði niðr að
bænum, þar sem fólk var að ganga fram og aftr húsa
milli; sumir géngu til stafbúrs, þar var nú líklega
matr á borð borinn ; aðrir leiddust til og frá eins og
væru þeir að tala saman.—»Ekkiveit ég hvað það er,
sem fólk getr gengizt fyrir í þessum veizlum,« sagði
Sigrún, —»Og það veit ég nú naumast sjálf,« sagði
Ingiríðr, og sat sem fyrri; »það skyldi vera dansinn,«
sagði hún svo. Sigrún svaraði engu. »Hefirðu al-
drei dansað?« spurði Ingiríðr. — »Nei«. — »Heldrðu
þá, að það sé synd að dansa?« — »Ég veit ekki al-
mennilega.« Ingiríðr ræddi ekki meira um þetta að
sinni; því að hún mundi, að »lesarar« fyrirbjóða
stranglega dans, og hún vildi ekki fara frekara út í
að grenslast eftir, hvað fylgisöm Sigrún væri skoð-
un foreldra sinna í þessu efni. En hvernig sem nú
hugrínn hefir reikað, þá leið ekki á löngu, að hún
sagði: »Engan dansara hefi ég vitað betri en þor-
björn.« Sigrún þagði fyrst, en sagði svo : »Já, hann
kvað dansa vel.«—»Ja, þú ættir að sjá hann, dansa,«
sagði Ingiríðr og snéri sér við að henni. »Nei, það