Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 117
179
4Monitor’ Jóns Eiríkssonar.
reyna, hvort eigi mætti nota skrúfu í staðinn fyrir
hjól til að hreyfa gufuskip. Hepnaðist honum það
eftir nokkrar tilraunir. Smíðaði hann þá skipdrátta-
bát, sem knúinn var áfram með skrúfum, og sýndi
hann inni ensku sjóliðsstjórn. Enn lávarðarnir, er
fullir vóru af stœrilæti og sérgœðingsskap, gátu með
eugu móti vitað, að útléndr maðr yrði til þess að
koma fram með þcssa nytsömu uppfundning, og lét-
ust hvorki vilja heyra hana nó sjá, og jafnómakleg
svör veittu þeir um hitaloftsvélina. Gramdist Jóni
svo þessi ódrengskapr, að hann ásetti sér að leita
brott rir Englandi og fór hann þá til Ameríku. þetta
var árið 1839. I Bandaríkjunum var öðru vís litið
á verk hans og verðloik, og fekk hann þar brátt mik-
ið orð á sig. Arið 1843 var sett fram af stokkum
freigátan^Princeton’, er hann hafði smíðað. það
var ið fyrsta sannarlegt skrúfu-gufuskip, og bréyttist
þá algerlega herskipa smíð og útbúnaðr allr.
Nú liðu nokkur ár og mun Jón Eiríksson þá mest
hafa fengizt við að bœta hitaloftsvél sína. Enn er
uiinst varði, fluttu málþræðir og fréttablöð frægðar-
orð hans af nýju um allan heim. það var árið 1862,
þegar þrælastríðið stóð sem hæst í Bandaríkjunum.
pá snhðaði Jón lítið gufu-herskip, turnfickaskip’, er
uefnt var^Monitor’^Aminnir’). BarðistþaðáHampton
Road við ina járnbyrðu freigátu suðrríkjanna ,Merri-
uiac’, og vann svo frægan sigr, að norðrríkin vóru síð-
un óhult fyrir brynskipum sunnanmanna, er annars
hefði að líkindum eytt flota norðanmanna og unnið
hafnarboei þeirra. Flytjum vér hér á eftir frásögu
Um orrustu þessa og fullnaðarsigr, svo söm frá hefir
eagt einn af sjónarvottum og ritað í sœnsku tímariti.
12*