Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 101
163
L/Arrabíata.
tvisvar í viku, ef jeg hefði ekki haft bátinn. Að
skjótast með brjef endrum og sinnum inn í Neapel
eða róa með iitlending út á sjó til að fiska—það var
allt og sumt. En þjer vitið að hann móðurbróðir
ttiinn á aldingarðana stóru og er efnamaður. Meðan
jeg lifi, Tonni minn, segir hann, læt jeg þig ekki
svelta, og það skal líka verða hugsað fyrir þjer, þó
jeg falli frá. jpannig hef jeg komizt af veturinn, með
guðs hjálp«.—»A hann nokkur börn, hann móðurbróðir
yðar?«—»Nei. Hann hefir aldrei kvænzt. En hann
hefir verið lengi í útlöndum og fjenazt þar margur
skildingurinn. Nú ætlar hann að byrja á stórkost-
legum fiskiútveg, og setja mig fyrir allt saman«.—»þá
eruð þjer stöndugur maður, Antoníó«.—-Hann yppti
öxlum. »Iíver hefir sinn djöful að draga», sagði hann,
spratt upp í sama vetfangi og leit til veðurs til hægri
°g vinstri, þótt hann hlyti að vita, að vindáttin gat
ekki verið nema ein.
»Jeg ætla að koma með eina fiösku enn handa yður ;
ttióðurbróðir yðar getur borgað«, mælti konan. — »Nei,
ekki nema eitt glas til; það er ekki svo dauft, vínið
yðar. Mjer er farið að verða þungt í höfði af því«.
—»Og ekki skil jeg nú í því, að það rjúki upp i höf-
ttðið að tarna. Yður er óhætt að drekka af því eins
°g yður langar í. þarna kemur líka maðurinn minn,
°g þjer megið til að hinkra við og skrafa við hann
dálítið«.
f>að var húsbóndinn, sem kom ofan barðið, lag-
^egur maður og vasklegur, með netið um herðarnar
°g rauða húfu á höfði. Hann hafði farið með fisk
11111 í bæ lianda frúnni, sem presturinn var að vitja;
hún liafði pantað hann þegar hún átti von á prest-
ii