Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 22
84 Björnstjerne Björnson :
J>au þögðu nú nokkra hríð ; svo sagði hann : »það
skal mikið vera ef óg kemst nokkru sinni til heilsu
framar. 0 jæja, það má nú líka á sama standa.«—
»Líði þér illa, þá líðr mér ekki betr,« og svo setti að
henni ákafan grát. »Ætlar þú nú að fara ?« spurði
hann svo.—»Já,« svaraði hún og bætti svo við : »Æ
guð almáttugr hjálpi mér ! hvaða líf verðr þetta fyrir
mig !«—»Gráttu okki svona,« sagði hann ; »drottinn
gjörir nú bráðum enda á mínum þjáningum, og
sannaðu nú til, þá hægist þér um.«—»Ó, Jesúsminn,
Jesús minn ! að þú skyldir aldrei um þetta tala !«
sagði hún með örvæntingar-rómi. jporbjörn þóttist
skynja að hún mundi hafa farið um leið, eða þá að
hún kæmi lengi engu orði upp ; því hann heyrði ekk-
ert nokkra hrfð og fór þvf út.
þorbjörn spurði þann fyrsta, sem hann mætti á
hlaðinu : »Hvað bar þeim á milli Lars fiðlara og
Knúti á Norðr-Haugi ?«—»IIvað þá? þeim á milli ?«
sagði Pétr í Hjáleigu og kipraði andlitið, eins og
hann vildi leyna einhverju í fellingunum ; »já, það er
von þú spyrjir, því að það var ekki stórvægið ; Iínútr
spurði Lars rétt, hvort það væri hvellr hljómr f fiðl-
unni hans í þessu brúðkaupi.« Rétt í þessu gékk
brúðrin þar fram hjá, sem þéir þorbjörn stóðu ; hún
leit í aðra átt, en er hún heyrði Lars nefndan, leit
hún til þeirra hikandi augnaráði, en augun voru
rauð og þrútin. Annars var andlitið kaldlegt, svo
kaldlegt, að þorbjörn gat ekki samrýmt við það
orð hennar, er hann hafði nýlega heyrt. Tók hann
nú að ráða í meira.
Framar á hlaðinu stóð hestr hans og beið; hann
fosti sila-teininn og litaðist um eftir brúðguinanum
til að kveðja hann. Hann vildi þó ekki fara að lcitft