Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 71
133
Sigrún á Sunnuhvoli.
jporbjörn og leit undan. — »Nú, — náðuð þið tali
saman ?« — »Ég veit varla, hvað ég á um það að
scgja,« sagði þorbjörn. — »það var þó skrambi!«
sagði Sæmundr og hélt enn áfram að borða. Nokkru
síðar hafði hann lokið máltíðinni og stóð upp; hann
gókk að glugganum og horfði út stundarkorn ; svo
snéri hann sér við : njporbjörn — eigum við að ganga
út og skoða, hvernig sprottið er?« jporbjörn stóð upp;
hann var snöggklæddr. »Nei, — þér er betra að fara
í yfirhöfn.« jporbjörn tók gamla treyju, sem hékk á
þilinu. — »jpú sér, að ég hefi farið í spari-treyjuna,«
sagði Sæmundr. þorbjörn gjörði þá slíkt ið sama, og
géngu þeir út, Sæmundr á undan og þorbjörn á eftir.
þcir géngu ofau eftir niðr að þjóðveginum. »Eig-
um við ekki að skoða byggið ?« sagði jporbjörn. —
»Nei, nú göngum við yfir að hveiti-akrinum,« sagði
Sæmundr. Eétt í því þeir komu ofan á þjóðveginn,
kom þar vagn og var hægt ekið. »það er eitm af
Norðr-Haugs-vögnunum,« sagði Sæmundr. — »f>að
or unga fólkið frá Norðr-Haugi,« sagði þorbjorn ;
en það voru nýgiftu hjónin.
Vagninn staðnæmdist, þegar hann kotn að þeim
Grenihlíðar-feðgum. »það er allra-laglegasta kona hún
María á Norðr-Haugi,« sagði Sæmundr og gat ekki
haft augun af henni; hún hallaðist lítið eitt aftr á
bak í vagninum og hafði bundið klút í skýlu um
höfuðið, en sjali sveipað um sig; htin horfði beint
fram undan sér og hvesti auguu á þá félaga ; and-
litsdrættirnir vóru hreinir og gerðarlegir, en engin
minsta hreifing á andlitinu. Bóndi hennar var fölr
og magr og leit nærri því enn hlýlegar út, en hann
var vanr, líkast þeim manni, sent einhver sorg hvíl-
ir á, sem hann gotr okki orð á haft. »Eruð þið úti