Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 99
161
L’Arrabíata.
upp pilsið og óð í land og flýtti sjer, með skóna ai
fótunum á sjer í annari hendinni, en böggulinn í
hinni. »Jeg sténd líklega nokkuð lengi við hjerna
í dag á eynni«, mælti prestur, »og ]pú þarft ekki að
bíða eptir mjer. jpað getur meira að segja verið að
jeg komi ekki heim aptur fyr en á morgun. Og þú,
Laurella, berðu henni móður þinni kveðju mína,
þegar þú kemur heim. Jeg skal koma og finna ykk-
ur einhvern tíma í vikunni. f>ú fer þó líklega heim
aptur fyrir kvöldið ?« — »Já, svo framarlega sem jeg
fte far«. — »þú veizt að jeg ætla líka hoim aptur«,
fflælti Antoníó, og ljet eins og hann væri annað að
hugsa. Jeg skal bíða þín til nóns. Verðirðu ekki
komin þá, fer jeg af stað«.—»|>ú verður að fara með
honum«, tók prestur fram f. f>ú mátt ekki láta hana
uióður þína vera eina heima nokkra nótt. Er langt
þangað sem þú ætlar?«—»Jeg ætla inn 1 Anacapri«.—
11 Og jeg ætla til Capri (bæjarins). Jæja þá, Guð
veri með þjer, barnið mitt, og með þjer líka, sonur
minn !«■—Laurella kyssti prestinn á höndina og sagði:
Guðs friði! sem hún mun hafa ætlazt til að þeir
Antoníó ættu báðir. En Antoníó tók það svo sem
það væri ekki til sín talað. Hann tók ofan fyrir
Prestinum, en leit ekki þangað sem Laurella stóð.
En þegar þau voru búin að snúa ajor við og komin
af stað, horfði hann litla stund á eptir presti, sem
8taulaðist með eríiðismunum upp grjótið upp á eyna,
°g litaðist síðan um eptir stúlkunni, er hljóp upp
brokkuna hægra megin og skyggði höndinni fyrir sól-
ma birtunnar vegna. Rjett áður en hún hvarf fyrir
Ve8gjarkampinn uppi á barðinu, staldraði hún við
ahra snöggvast, eins og hún væri að kasta mæðinni,
Iðunn. I. ii