Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 106
168 Paul Heyse:
þurlega. »Jeg þóttist raunar sjá, að þú vildir mjer
eitthvað; en jeg vildi ekki fyrir nokkurn mun láta
fara að orða mig við pilt. Og að eiga þig, það vil jeg
ekki, hvorki þig nje nokkurn mann annan«. — »þú
verður ekki alla tíð þannig skapi farin. Engan
mann ! Er það af því, að þú vildir ekki taka málar-
anum ? Hvað er það að marka; þú varst barn þá.
Sá tími kemur, að þjér finnst þú einmana og yfirgefin
og þá tekurðu þeim sem fyrst býðstn.—»Enginn veit
fyrir ókomna œfi. það getur vel verið, að jeg breyt-
ist; en bvað kemur það þjer við ?« — »Hvað kemur
það mjer við?« kallaði hann upp og spratt upp af
þóptunni svo hart, að báturiun hristist allur. »Hvað
það kemur mjer við! Og það spyr þú mig um nú,
þegar þú veizt, bvernig ástatt er fyrir mjer? það er
enginn maður í víðri veröld, sem ann þjer og vill þjer
einsvel og jeg«.—»Hefi jeg nokkurntíma heitizt þjer?
Get jeg að því gert, þó þú sjert ekki með sjálfum
þjer? Hvaða rjett hefir þú yfir mjer?«—»það stend-
ur hvergi skrifað, það er satt; það er enginn pró-
kúrator, sem hefir skrásett það á latínu og sett inn-
sigli undir; en það veit jeg, að jeg hefi sama rjett
til að eignast þig eins og að komast í himnaríki, hafi
jeg lifað eins og kristinn maður. Heldurðu kannske
að jeg muni horfa með rósemi á að þú gangir í eina
sæng með öðrum manni, og að aðrar stúlkur síðan
yppti öxlum við mjer þegar þær ganga hjá? A jeg
að láta slíka vanvirðu yfir mig ganga?« — »Gjörðu
það'sem þjer sýnist. Jeg læt ekki hræða mig, hvað
mikið sem þú ógnar mjer. Jeg vil líka hafa heim-
ild til að gera það sem mjer lízt«. Hún hrökk við
og renndi til hans heiptaraugum. »Dreptu mig, ef
þú hefir þrek til«, mælti hún soint og hægt. — »það