Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 16
78 Björnstjerne Björnson:
og sat svo um hríð; svo hneig höfuðið niðr á brjóst
honum, og hann sagði ekkert.
Ymsir yrtu nú á hann; en hann heyrði það ekki.
»Brennivínið svífr nú á hann,« sagði maðrinn á rúm-
inu. þá leit hann upp aftr og setti upp gamla bros-
ið ; »jú, nú skuluð þið fá að heyra skemtilega sögu,«
sagði hann. »Já, anzans ári skemtilega!« sagði
hann svo eftir nokkra stund og brosti breiðu brosi,
en þó svo, að enginn hlátr heyrðist til hans. »Hann
er rétt í essinu sínu í dag,« sagði faðir brúðgumans.
»það er eitthvað til um það!« sagði Aslákr; — »eitt
staup áferðina þá!« sagði hann og rétti fram hönd-
ina. það kom, og hann rendi það hægt út, hallaði
aftr höfðinu með síðasta sopann upp í sér, kingdi
honum svo og sagði við manninn á rúminu: »Eg er
nú aligrísinn ykkar hvort heldr er!« og hló svo þenn-
an þögula hlátr eins og 1 fyrra sinn. Hann spenti
nú greipum um kné sér og smályfti svo fætinum og
ruggaði jafnframt fram og aftr á stólnum — og tók
svo til máls: »Jú, það var einu sinni stúlka, sem
átti heima í einum dal. Hvað dalrinn hét, stendr
nú á sama, og eins, hvað hún hét. En stúlkan var
fríð sýnum; svo þótti bóndanum á . . . . þey! þey!
— það var hjá honum, að hún var vinnukona. Hún
fókk gott kaup; það var víst og satt; og hún fékk
enda meira en um var samið, því hún eignaðist þar
barn líka í vistinni; og mál manna var, að hann
hefði gefið henni þann kaupbæti; en það sagði hann
ekki, húsbóndinn, því að hann var kvæntr maðr; og
hún sagði það heldr ekki, því hún var svo stolt, vosl-
ingrinn. Svo var þá logið til um faðernið, þegar
krakkinn var skírðr; en það var líka endemis-strákr
þessi krakki hcnnar, svo það gjörði minst til, þótt