Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 72
134 Björnstjerne Björnson:
að skoða kornið, feðgarnir?« sagði hann. — »J>að
trúi ég,« sagði Sæmundr. — »|>að er vel sprottið
hér í ár.« — »0 — jæja; það hefði getað verið
lakara.« — »f>ið komið seint frá kyrkju,« sagði þor-
björn. — »Eg átti marga kunningja, sem ég þurfti
að kveðja,« sagði maðrinn. — »Nú, — ætlarðu nokk-
uð að ferðast?« spurði Sæmundr. — »Já, það er ég
aðhugsaum.«— —»Er ferðinni langt heitið?« —»Já,
æði-langt.« — »Hvað langt?«—»Til Ameríku# — »Til Ame-
ríku!« sögðu báðir feðgarnir í einu; »nýkvæntr maðr-
iun?« sagði Sæmundrsvo. »Egheld ég megi verðahérna
sakir lapparinnar, sagði refrinn, — hann sat fastr f
boganum.« — María leit til bónda síns og svo til
þeirra feðga, og roðnaði snöggvast, en annars brá
henni ekkert. — »0g konan fer með ?« spurði
Sæmundr. — »Nei, hún fer ekki.« — »þ>eir segja,
það sé auðvelt að komast fram í Ameríku,« sagði
þorbjörn, — hann fann, að bezt færi á að láta ekki
talið falla þarna niðr. — »0 — já 1« sagði maðrinn.
— »En Norðr-Haugr er góð jörð,« sagði Sæmundr.
— »Hann er setinn of mörgum,« svaraði maðrinn ;
konan leit nú aftr til hans. »þar er hver í vegi fyrir
öðrum,« bætti hann við.
»Jæja, farnist þér ferðin vol,« sagði Sæmundr; »og
drottinn láti þig finna það, sem þú leitar að.«
þorbjörn hvesti augun á skólabróðr sinn ; »ég tala
við þig síðar,« sagði hann. — »það er gott að hafa
oinhvern, sem maðr getr talað við,« svaraði maðrinn
og krafsaði í vagngólíið með keyrinu.
»Komdu yfir um til okkar,« sagði María, og varð
hæði þorbirni og Sœmundi hverft við og litu upp
báðir samt; þeir mundu aldrei eftir, að hún hafði
svona blíðlegan málróm.