Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 121
183
jMonitor’ Jóns EiHkssonar.
um það fyrir satt, að suðrrfkjamenn hefði þar vakið
upp þann draug, er oss yrði eigi auðið að kveða
niðr. ^Merrimac’ var herskipa stœrst í Bandaríkj-
unum. Höfðu norðanmenn árinu áðr sökt skipinu
í Norfolk, enn sunnanmenn vóru nú búnir að ná því
upp aftr og höfðu gert úr því voðalegan bryndreka,
er ef til vill skyldi einn góðan veðrdag reyna sig í
fyrsta skifti í heimi í orrustu við herskip þau, er þá
gerðust. Skipið hafði verið rifið niðr að skotþiljum,
og vóru inar efri þiljur gerðar af járni mjög traust-
lega ; var borin fita utan á skipið til þess að örðugra
væri að ráða til uppgöngu á það. Úr framstafni
gekk járntrjóna mikil.
Vér gengum skjótt úr skugga um, að orðrómr
þessi mundi vera á rökum bygðr. Sjáum vér nú
hvar skipi einu miklu, siglulausu þokar fram undan
virkjunum á Sewalls-tanga. Járnkinnungarnir glóðu
í sólskininu og rann það þunglamalega á undan all-
niiklum herskipa-flota, og stefndi beint til móts við
herskip vor, er lágu við Newport News. Nú var
eigi lengr griða að spyrja. Vór rufum fyrst þögnina
®eð eldtungum virkis vors og sendum ferlíki þessu
hvimleiðar kúlur, enn óvinir vorir sendu oss óðara
sömu’ kveðjur og skutu á herlið vort, cr kom frá
hort Monroe til liðs við oss.
Enn þetta var að eins hátfðlegr fyrirboði innar eigin-
legu orrustu. Orrustan hefst þá fyrst, er bryndrek-
inn er kominn svo nærri herskipum vorum, að eigi er
lengra á rnilli enn nokkur hundruð feta. Herskip
vor skjóta öll í senn úr fallbysum sínum á þeirri
hhð, er veit að bryndrekanum. Kúlurnar hrokkva
hvínandi á bug frá járnbarði skipsins sem hagl af
eteini og svala reiði sinni í sjávaröldunum eða