Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 77
Sigrún á Sunnuhvoli. 139
ykkr nú um það, að við létum það nú eftir þeim að
lofa þeim að ná saman ? það, auðvitað, liggr ekkert
á; en hins vegar veit 6g heldr ekki, eftir hverju við
œttum að bíða. þú ert nú, Guttormr, vel efnaðr
maðr, ég reyndar ekki eins og hefi milli fleiri að
skifta; en alt um það vona ég, að það geti komizt f
lag. þið verðið nú að segja til, hverju þið svarið
um þetta mál; — hana spyr ég sjálfa síðast; því
að ég þykist fara nœrri um hennar vilja.«.
Svona fóru nú Sæmundi orð.
Guttormr sat íboginn með ölnbogana á hnjánum
og var að fitla með höndunum; var nokkrum sinn-
um eins og hann ætlaði að rísa við, og dróg alt af
andann þyngra í hvert sinn ; en það var þó ekki
fyrri en í fjórðu eða fimtu atlögu, að hann rétti sig
við í sætinu, strauk höndunum um hnjákollana og
leit á konu sína, og ýmist til Sigrúnar. Sigrún hreifð-
ist ekki, og sá enginn framan í hana, Karen sat og
dróg fingrinn eftir borðinu. »það er nú reyndar satt,
að _vandi ]er vel boðnu að neita’,« sagói hún. —
»Já, mér sýnist við eigum að taka þessu boði,« sagði
Guttormr hátt, eins og honum létti mjög við, og
leit frá Karenu yfir á Sæmund, sem hafði krosslagt
hendr á brjósti og hallað sér upp að þilinu. — »Við
éigum nú ekki nema þessa einu dóttrina,« sagði
Karen; »svo við ættum að hugsa okkr um.« —
»Nægr er tími til þess,« svaraði Sæmundr; »en ann-
ars skil ég ekki, hvað verið getr til fyrirstöðu að
svara samstundis, sagði bangsi, — hann spurði
bóndann, hvort hann mætti éta kúna hans.« — »Ég
held við gótum svarað þessu undir eins,« sagði
nú Guttormr og leit til konu sinnar. — »það er
nú þetta, að þorbjörn kynni að vera nokkuð óstýri-