Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 11
Sigrún á Sunnuhvoli. 73
maðrinn hljóðaði upp yfir sig og velti sér niðr í
skurðinn. |>ar lá hann á íjórum fótum, en leit um
öxl hornauga til J>orbjarnar og skældi kjaftinn eins
°g hann hlægi, en hlátrinn sjálfan heyrði jporbjörn
okki. jporhjörn varð forviða; því að þessa kæki hafði
hann fyrri séð. Jú, það var Aslákr.
þorbjörn vissi ekki, hvernig á því stóð, en honum
fanst sem færi sér kalt vatn á milli skinns og hör-
unds. »það ert líklega þú, sem hefir fælt hestinn
í livortveggja sinnið,« sagði hann. — »Ég, sem lá hér
sofandi,# sagði Áslákr og reis upp nokkuð ; »og svo
Vaktirðu mig þegar þú lézt við hestinn eins og vit-
laus inaðr.« — »jpað varst þú, sem fældir hann ; þig
fœlist hver skepna,« sagði þorbjörn og klappaði nú
kestinum, en hann var svo sveittr, að rann af
honum.— »Hann er nú líklega loksins orðinn hrædd-
ari við þig en mig; svona hefi ég aldrei með neinn
hest farið,« sagði Áslákr; liann var nú kominn á
knén í skurðinum. »Yertu ekki alt of kjafthvorU
sagði þorbjörn og reiddi upp keyrið. jpá reis Áslákr
ú fætr og skreið upp úr skurðinum. »Ég ? Ég,
kjafthvor ? Néi!------En hvert ætlar þú að halda,
sem fer svo geist ?« sagði hann blíðlega og gékk nú
að þorbirni, en slagaði á báðar hliðar; því að hann
var fullr. — »það verðr nú ekki lengra líklega ferða-
lagið mitt í dag,« sagði þorbjörn og spretti hestinum
frá vagninum. »þetta var annars leiðinlegt,« sagði
Áslákr og kom nú enn nær en áðr, tók ofan og
beilsaði. »Nei, í hamingju-bænum!« sagði hann
svo ; »en hvað þú ert orðinn vöxtulegr maðr og vænn
:i8ýndum, síðan ég sá þig síðast;« hann hafði báðar
úöndurnar í vösunum og rambaði á fótunum það
kezta, sem hann gat, og virti þorbjörn fyrir sér.