Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 42
104 Björnstjerne Björnson:
verðr maðr að hugga sig við það, að það hefði þó
gétað verið enn þyngra.«—»Já, það er nú aum hugg-
un, það,« sagði Sigrún og grét sáran. Móðir hennar
hafði ekki hjarta til að svara henni því, sem henni
kom til hugar; svo sagði hún að eins : »Drottinn
sjálfr stýrir mörgu fyrir okkr á sýnilegan hátt; og
svo hefir líkast hér verið líka,« sagði hún og stóð
upp, því að kýrnar vóru farnar að baula upp í ásn-
um, bjöllurnar klingdu, drengirnir hóuðu, og alt stná-
færðist ofan eftir, því kýrnar voru fullar og spakar.
Hún stóð og horfði á, bað svo Sigrúnu að vera með
sér að taka á móti þeim. Sigrún stóð nvi llka upp
og fylgdi móður sinni eftir; en hún fór sér mjög
hægt.
Karen á Sunnuhvoli fékk nú nóg að gjöra að fagna
búsmala sínum. . þar kom hvér kýrin á fætr annari,
og allar þektu þær hana og bauluðu; hún klappaði
þeim, talaði til þeirra og varð glöð aftr við að sjá,
hvað vel þær höfðu tekið sig allar. »Og jæja,« sagði
hún, »drottinn er þeim jafnan nálægr, sem halda sig
til hans.« Hún hjálpaði nú Sigrúnu að hýsa þær,
því að það gékk alt seint fyrir Sigrúnu þann dag.
Móðir hennar talaði ekkert um það ; hún hjálpaði
henni til að mjólka, þótt hún tefði fyrir það lengr
þar ofra, en hún liafði ætlað sór. þá er þær höfðu
lokið við að sía mjólkina, fór hún að búast til heim-
ferðar, og vildi Sigrún fylgja henni á leið. »0 nei,«
sagði móðir hennar; þú ort líklega þreytt og vilt
vera’ í næói,« og svo tókhún með sér nestisskrínuna
tóma, kvaddi hana með handabandi og sagði: »Ég
kem bráðum upp eftir til þín aftr, til að vita, hvern-
ig þér líðr.----Haltu þér einvörðungu til okkar og
hugsaðu ekki um aðra,«