Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 48
110 Björnstjerne Björnson :
tók á móti þeim og stemdi stigu fyrir þeim, þar til
þær voru allar vit komnar; þá slepti hann þeim líka;
bjölluglamið barst um ásaua, hundrinnn gó hátt,
piltarnir vóru að reyna með sér, hvor hærra gæti
hóað. Burt frá öllum þessum glaumi hélt Sigrún niðr
frá selinu og þangað að, sem Ingiríðr og hún vóru
vanar að sitja. Hún grét ekki, on starði þögul fram
undau sér, og heyrði hún af og til liávaðann, sem
fjarlægðist nú meir og meir og varð því ógleggri,
sem fjær dróg. Svo fór hún að smá-raula, svo að
syngja ögn hærra, og loks söng hún með hvellum,
háum rómi þetta kvæði. Hún hafði kveðið það
upp úr gömlu kvæði, sem hún hafði kunnað frá því
hún var barn :
Nú Ijúfa þökk fyrir alt og citt,
sem áður lékum í bernsku-haga;
ég bjóst við leikurinn géngi greitt
til gamalaldursins daga.
Ég bjóst við leilcinn þann bæri’ úr stað
frá birkirjóðrum, þar sól slccin endur,
aö Sunnulivoli og svo þar aö,
er sóknar-kyrkjan vor stendur.
Á kvöldin sat ég oft seint og beið
og sá á Grenihlíð vonar-fogin,
en fjallið skygði’ yfir foldar-loið,
svo fundið gaztu’ ekki veginn.
Eg sat og hafði’ oft þá hugar-fró,
þú hiklaust kæmir á liönum dcgi.
Og Ijósið brann unz þaö dauft út dó ;
það dimdi’, en þú komst samt oigi.
Mín vesiings augun þar vöndust að,
jieim vorður trcgt þaðan burt að ronna;