Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 46
108 Björnstjcrne Björnson:
eins og ég var að segja þór, hann talar svo sem ekk-
ert. Hann liggr rétt og starirút í loftið.« — »|>að er
í máluðu stofunni, að. hann liggr?« — »Já.« — »Og
snýr sór að glugganum?« — »Já.« — þær þögðu
nú báðar um hríð. J?á sagði Ingiríðr: »Litli
fuglinn, sem þú gafst honum einu sinni, hangir
þar í glugganum og skimar í allar áttir.«
»Jæja, það er nú það sama,« sagði Sigrún alt í
einu einbeitt; »aldrei skal neinn máttr f heimi skilja
mig við hann, hvernig sem alt gengr!« Ingiríði fór
nú aftr að hitna um hjartarætrnar. »Læknirinn
segist ekki vita, hvort hann komi nokkurn tíma til
fullrar heilsu aftr,« sagði hún lágt.
Nú leit Sigrún upp og stöðvaði grátinn, horfði
þegjandi álngiríði, leit niðr aftr og sat svo hugsandi;
síðustu tárin runnu hægt niðr kinnarnar á henni, en
svo hættu tárin að renna; hún krosslagði hendrnar,
en sat annars grafkyrr: það var eins og hún sæti og
væri að ráða eitthvað mikið við sig. Stóð hún svo
alt í einu brosandi upp, laut að Ingiríði og kysti
hana heitum kossi og löngum. »Verði hann heilsu-
laus, þá skal óg hjúkra honum. Nú tala ég við for-
eldra mína !«
Ingiríðr komst mjög við af þessu; en áðr en hún
kom nokkru orði fyrir sig, var tekið í hönd henni:
»Vertu sæl, Ingiríðr ! Nú ætla ég að fara éin aftr
upp eftir.« Og Sigrún snóri sér hvatlega frá henni.
»Heyrðu! það var seðillinn sá arna,« kallaði Ingi-
ríðr í hálfum hljóðum á eftir henni.—»Hvaða seðill ?«
spurði Sigrún; Ingiríðr var á svipstundu komin ofan
úr rúminu, fann hún seðilinn og gékk til Sigrúnar
með hann ; stakk hún seðlinum með vinstri hendi f
barminn á henni, en lagði hægri höndina um háls