Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 97
L’Arrabíata. 159
hún hoíir aldrei á hoilli sjer tekið síðan. Og deyji
hún fyrir tímann, sem guð varðveiti okkur frá, þá
veit jeg vel hverjum það er að kenna«.—Prestur vissi
ekki almennilega, hvað hann átti að segja um þetta,
hvort hann ætti að samsinna skriptabarni sínu eða
eigi. Loks mælti hann : »Fyrirgefðu honum, eins
og móðir þín hefir fyrirgefið honum. Vertu ekki að
rifja upp fyrir þjer harma þína, Laurella. Jeg trúi
ekki öðru en að þú eigir betri daga fyrir höndum, svo
að þú gleymir þessu öllu saman«.
»Nei, jeg gleymi því aldreia, mælti hún og hrökk
sarnan. Og þess vegna ætla jeg mjer að vera jóm-
hú alla æfi, æruverði faðir, og engum manni undir-
gefin, sem fyrst misþyrmir mjer og síðan kjassar
tttig. þegar nú einhver ætlar annað hvort að berja
ttfig eða kyssa mig, þá kann jeg að verjast. En
®amma gat það ekki, hún gat hvorki hrundið af sjer
höggunum nje kossunum, af þvi að henni þótti vænt
um hann. Og jeg ætla mjer ekki að láta mjer nokk-
urn tíma þykja svo vænt um nokkurn mann, að jeg
rinni það fyrir að verða veik og aumingia.
«Hana nú, nú læturðu eins og óviti aptur og talar
eins og manneskja, sem ekki þekkir hót til heimsins.
Heldurðu þá að allir karlmenn sjeu eins og hann
Hðir þinn, vesaliugurinn, og láti hverja geðshrær-
lng og dutlunga við sig ráða og fari illa með konur
síuar ? Hefurðu ekki sjeð vandaða menn í þínu ná-
gi’enni og hefirðu ekki sjéð margar konur, sem lifðu
1 friði og einingu við menn sína ?«
“það vissi heldur enginn, hvernig hann var við hana
möinrnu, hann faðir minn heitinn. Hún vildi þúsund
srnnum heldur deyja, heldur en að kvarta eða segja
Uokkrum manni frá því. Og það var allt sarnan af því,