Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 84
146 Prosper Mérimée:
Nú tóku tvær stórskotasveitir sér stað sín hvoru
megin við oss, og þó all-langt fyrir framan oss. j?ær
hófu all-harða skothrfð á óvinina, og tóku þeir ó-
sleitulega á móti; leið eigi á löngu áðr þorpið Shévrí-
nó var alveg horfið fyrir reykjarmekki.
Herdeild vor var í lægð einni og því nálega 1 skjóli
fyrir skotum Eússa. Kúlur þeirra fóru yfir höfuðin
á oss eða skirptu á oss dálitlu af mold og möl, þegar
mest var, enda vóru fáar þeirra oss ætlaðar, því að
þeir hyltust til að skjóta á fallbyssulið vort.
Jafnskjótt sem oss var skipað að ganga fram, leit
sveitarforingi minn á mig og horfði svo vandlega,
að mér fannst ég mega til að strjúka nokkrum sinn-
um á mér yfirskeggið — þó lítið væri — til þess
að láta sjá, að óg værij svo sem ekki smeikr. Ég
var annars ekki hræddr, og óttaðist ekki annað
enn það, að menn kynni að ímynda sér að ég væri
hræddr. þaö styrkti enn fremr hetjuhug minn, að
kúlurnar áðr höfðu ekki mein gert oss. Af hégóma-
girni ímyndaði ég mér, að ég væri í verulegri hættu,
þar sem ég nú loksins var í skotfœri frá kastalavirki.
Mér þótti vænt um að óg var svona öruggr, og hlakk-
aði til þeirrar ánœgju, að segja frá töku Shévrinó-
virkisins í samkvæmi hjá frú B. í Provence-götunni.
Ofurstinn reið fram með sveit vorri, ávarpaði mig
og mælti: »það verðr ekki sitjandi sælan hjá yðr
í dag, svona í fyrsta sinn«.
Ég brosti við með mesta hermannssvip og þurkaði
af kápuermi minni, því að kiila, sem lent hafði góðan
spöl frá mér, hafði skvett á hana dálitlu af mold.
Svo er að sjá, sem Kússar hafi orðið þess varir,
að kúlurn þeirra varð lítið ágengt, því að nú tóku þoir
að skjóta sprengikúlum, og gátu þær heldr gert oss