Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 64
126 Björnstjerne Björnson:
því. þorbjörn hafði okki meira að segja og beið
því—leit ekki upp, en beið rétt. Hvorugr mælti nú
samt orð; þorbjörn stóð þarna og var að velta
sálmabókinni sinni í hendi sér; alt í einu misti hann
hana. Knútr laut þegar og tók hana upp og rétti
þorbirni hana. nþakka þér fyrir,« sagði þorbjörn,
sem sjálfr hafði beygt sig eftir henni; hann leit
upp, en Knútr leit þá niðr aftr, og hugsaði þorbjörn
með sér, að nú væri sér bezt að fara inn. Gékk
hann svo í kyrkjuna.
Hitt fólkið kom á eftir honum. þorbjörn settist
í sæti sitt, og nokkru síðar varð honum litið yfir í
kvennsætin ; sá hann þá framan í móðr sína, og
brosti hún blítt og móðurlega til haus ; honum varð
og litið framan í Karenu á Sunnuhvoli; var auðséð,
að hún hafði búizt við að hann liti yfir um þangað;
því un-dir eins og hann leit framan í hana, hneigði
hún sig þrisvar til hans, og þegar hann varð auð-
sjáanlega forviða við þetta, þá hneigði hím sig
þrisvar aftr enn blíðlegar en áðr. — Sæmundr faðir
hans hvíslaði að honum: »þetta grunaði mig.«
þeir höfðu hlýtt á inngangsbænina, sungið einn sálm
og fermingarbörnin vóru farin að raða sér; þá hvísl-
aði Sæmundr að honum aftr: »En Knútr getr
aldrei alminnilogr verið; láttu jafnan vera laugt á
milli Grenihlíðar og Norðr-Haugs.«
Svo leið nú þar til er fermingin byrjaði; prestrinn
kom fram og börnin hófu upp fermingar-sálminn
eftir Kingó. Pólk er oft vant að vikna við að hóyra
börnin syngja öll i einu og aloin, svo vonglöð og
snjallróina, og fær það oft ekki sízt á þá, sem ekki
eru barnsaldrinum fjær en það, að þeim stendr ljóst
fyrir hugskots-sjónum ferming sjálfra þcirra. Svo