Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 136
198 Eyjarskeggjar á Pitcairn.
höfðu fengið svo á hann, að hann var orðinn hvítr
fyrir hærum og ellilcgr. Staines skipstjóri á ^Briton'
kemst svo að orði um Adams og eyjarbúa: »Vér
hlutum að dást að inum gamla manni og þeirri
föðurlegu umönnun, er hann bar fyrir öllum á eynni.
Fólkið alt á eynni var ein fjölskylda, og allir kölluðu
Adams föður sinn. Oss furðaði mjög á því, hvé
in litla nýlenda var vel rœktuð. Hýbýli eyjarmanna
vóru hrein og þrifaleg. Inir ungu menu vóru góðir
sundmenn. þeir komu á móti oss út fyrir brim-
garðinn og kölluðu til vor á móðurmáli voru : (Vilj-
ið þér kasta streng niðr til okkar?’ þeir höfðu strá-
hatta á höfði með svörtum fjöðrum og um mitti sér
höfðu þeir klæði úr dúki, er ofinn hafði verið á
eynni; annars vóru þeir berir«. Skipstjóri bauð
þeim í lyftingu, og veitti þeim mat og drykk; lásu
þeir bœnir sínar, sem þeirra var venja áðr enn þeir
tóku til matar.
Skipstjóri skoðaði eyna og litaðist um meðal
eyjarbúa. A eynni vóru nú 46 karlmcnn fullorðnir
og fjöldi barna. Adams hafði skrásett nöfn allra
eyjarmanna í bók, störf þeirra og vinnulaun. Hann
hafði sett ýms lög á eynni. Enginn mátti fá sér
konu nema, sá er yrkt hafði dálítinn blett af landi
og bygt sér hús. Adams hafði og komið á kaupskap
meðal eyjarbúa, og seldu sumir aldini og ávexti
enn fengu í staðinn kjöt og fisk.
Níu árum síðar kom enskr skipstjóri, Beechey
að nafni, til Pitcairn, og lauk hann sama lofsorði á
eyjarskeggja og Staines : »Eyjarbúar eru glaðir og
ánœgðir og lifa sældarlífi. þeir er mjög gestrisnir
ogframar enn efni þeirra leyfa. þeir unnast allir
hugástum eins og brœðr, og vér gátum eigi séð, að