Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 118
180 Hjalmar Edgren:
Er orrusta þessi einnig að því leyti merkileg, að þá
barðist járnskip í fyrsta sinni við tróskip, er (Merri-
mac’ barðist við (Cumberland’ og (Congress’. Sigr
(Monitors’ og in góðu endalok stríðsins má að nokk-
uru leyti þakka völundinum Jóni Eiríkssyni. Amer-
íkumenn hafa síðan komið sór upp nokkurum íiota af
herskipum með þessu lagi, og mörg önnur lönd hafa
tekið það eftir þeim.
XJppfundningar Jóns Eiríkssonar allar, smáar sem
stórar, eru fleiri enu hundrað að samtöldu. Skulum
vér hér drepa á eina, er líkindi eru til, að framleiðis
verðiaðmiklu gagui. jpað ér sólvélin. þá erJónEiríks-
son hafði umbœtt hitaloftsvél sína, kom honum til
hugar, að hreyfa mætti verkvélar með inu mikla afli,
er sólarljósið hefir í sér fólgið. Sökum skorts á elds-
neyti og vatni verðr gufa eigi höfð til að hreyfa vélar
á stóru svæði um miðbelti jarðar, enn þar er sólar-
hitinn mestr og jafnastr. þessi mikli hiti kemr þar
oigi að miklu gagni, heldr gerir miklu fremr þau
lönd að eyðimörkum, er vera mættu in dýrlegustu á
jörðunni. Ef auðið yrði að koma þar upp nœgilega
mörgum sólvólum, ætlar Jón Eiríkssou, að lönd þessi
gæti orðið in frjósömustu, svo að jarðrækt og kaup-
skapr næði þar beztum blóma. Hann hefir reiknað
hreyfiugarafl það, er fá mætti úr sólargeislum þeim,
er falla á strandgeira þann, er væri 1 eusk míla á
breidd fram með inni veðrsælu vestrströnd Ameríku
og viðNíl, Eufrat, Persaflóa og Rauðahafið, enn þess-
ar strendr eru að samtöldu 1300 mílur á lengd, og
svæðið alt 223000000000 ferhyrningsfeta að flatmáli.
jpá er afl sólargeisla ,þeirra, er falla á flöt, sem er
100 ferhyrningsfet á stœrð, or jafnt einu hestsaíli,
muudu 22 000 000 sólvéla, er hver hefði 100 hosta